Það er naumast að við Íslendingar erum heppnir.
Þjóðminjasafnið er að fara að opna eftir 6 ára lokun vegna viðgerða. Ef að R-listinn hefði stjórnað þessu hefðu Sjálfstæðismenn verið búnir að gera stórmál út af þessu fyrir 5 árum en þar sem þetta er þeirra eigin verk þá eru allir voða kátir vegna þess að “tafirnar hafa stuðlað að betri lausnum og í raun orðið til góðs”.
Þetta bendir til að upphaflegar lausnir hafi verið lélegar. Slæmt mál. Nýskipaður menntamálaráðherra fær heitið Pollýanna í bili vegna þess hvað henni finnst þetta frábært að seinkunin hafi “orðið til góðs”. Í dag hefur enginn krakki úr fyrstu 6 bekkjum grunnskóla séð Þjóðminjasafnið, ætli það verði ekki örtröð þarna í allt haust? Sjálfur man ég eftir nokkrum ferðum í það á sínum tíma.
Palli er svo það heiti sem hæfir Birni Bjarnasyni í dag, honum finnst að allir sem ekki eru sammála honum um konur, útlendinga, mannréttindi, hersveitir og veit ekki hvað og hvað lifa í fortíðinni, hann er eini maðurinn sem lifir í nútíðinni!
Hann er eini maðurinn sem lifir í sínum eigin heimi, heim sem ég myndi ekki vilja snerta með tíu feta stöng, hvað þá eiga heima þar.