Brunasár

Mætti rúmlega 10 í morgun í skólann og var þar til að verða 11 að kveldi. Við erum aðeins á eftir miðað við verkáætlunina sem við gerðum, en hún var líka mjög stíf, við settum viljandi mikla pressu á okkur.

Kom heim að fórnarlambi bruna, Sigurrós hafði brennt sig klukkutíma áður og kælt brunann án afláts síðan þá en samt sveið hrikalega þannig að ég fór með henni á slysadeildina. Eftir klukkutímabið var loks farið að kíkja á hana og sá dómur kveðinn upp að þetta væri 2. gráðu bruni og umbúðir settar. Klukkan var hálf-tvö þegar við héldum heim á leið.

Af uppáhaldsútlandinu mínu er það helst að frétta að Le Pen er kominn í seinni umferð forsetakosninganna. Mér fyndist reyndar skuggalega kómískt ef að hann ynni, þá væri kannski kominn einhver forseti sem að Bush gæti samsamað sig við.

Sheffield Wednesday náði svo að hanga í 1. deildinni, hefðu getað fallið í aðra deild núna í síðustu umferðinni ef þeir hefðu stórtapað og Crewe unnið stórsigur. Svo fór ekki þannig að niðurlæging stórveldisins á sér einhver takmörk, í bili.

Comments are closed.