Tek nú sjaldan svona próf þó það gerist af og til, þetta var skondið þannig að ég tékkaði á því og í ljós koma að ég er….
Þú ert Bre Þú hefur yndi af löngum stundum fyrir framan tölvuskjá fullan af óskiljanlegum perl galdraþulum og fílar að deila því með umheiminum hvað þú ert klár tölvukall.
|
|
Fyndið! Til að standa undir nafni tékkaði ég svo á því á mjög einfaldan hátt hvaða bloggarar voru í boði þarna, það voru víst Ágúst Flygenring, Arnar Ar, Ása Ein (ekki nagportal, þekki ekki), Björgvin (hættur að blogga), Bjarni, Geir Ág, Gummi Joh og Katrín.
Svona fyrst að ég byrjaði í þessu prófadóti tók ég þetta Political Compass próf, þar sem kom í ljós að ég er:
Economic Left/Right: -5.38
Authoritarian/Libertarian: -4.97
Þetta segir mér ekkert svakalega mikið, en ég er ánægður með það að þetta virðist vera á svipuðu róli og Gandhi! Ekki leiðum að líkjast, sá sem að ég er fjærst frá á þessu er víst Thatcher gamla og geggjaða. Út úr þessu má lesa að ég virðist vera bullandi vinstrimaður. (Ég tek það fram að ég er fyrrverandi meðlimur í SUS, sem að hljómar æ líkara SS)
Mitt eina komment á það er að samfélagið hefur grunnskyldum að gegna, og á að gegna þeim, það er fjarri því að ríka Ísland sinni þegnum sínum samkvæmt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Öryggi, heilsa og menntun eru mannréttindi. Svo má markaðurinn bjóða í rest.
Áhugavert: