Rokrassgat

Fór klukkan átta í morgun á Skagann, frekar hvasst og mikill skafrenningur á leiðinni. Kenndi svo þar til rúmlega þrjú en hélt þá aftur í bæinn. Nú var orðið enn hvassara, og Yarisinn (bíll sem að var í miklu uppáhaldi hjá mér) var farinn að dilla rassi (hann er of léttur og of hár, tekur of mikinn vind á sig, ekki heppilegur hér á landi), hvergi meira en á Kjalarnesi þar sem að vindurinn lamdi hann til og frá á veginum. Fór framhjá einum tengivagni sem að lá út á hlið við veginn, líklega verið tómur og þetta rokrassgat lætur ekki bjóða sér slíkt tvisvar.

Skoðuðum í fyrsta sinn íbúð saman í dag, húsnæðisleitin er að hefjast.

Kláraði flutningana á Garrincha, lítið mál að skipta IP-tölum yfir og láta breytingarnar taka gildi eftir allan undirbúninginn.

Einn af uppáhaldsleikmönnum mínum, Roberto di Matteo, hefur nú neyðst til að hætta vegna hrikalegra meiðsla. Synd og skömm.

Comments are closed.