Kauptilboð samþykkt

Eitthvað virðist byrjendaheppnin hafa gengið í lið með okkur. Í dag fórum við og tókum gagntilboði seljandans, verðið er 10.2 milljónir. Við erum að borga líklega 1.5 milljónir fyrir staðsetninguna en erum bara sátt við það. Þegar kemur svo að því fyrir okkur að selja þá ættum við að fá ekki minna fyrir hana, staðsetningin er það frábær.

Þetta er sumsé Flókagata, nokkra metra frá Kennó í mjög fallegu húsi. Núna er líklega mánuður sem fer í alls konar skriffinsku áður en að kaupsamningur verður gerður.

Við erum því mjög ánægð með lífið sem stendur, ætlum að fá okkur gúmmelaði og horfa saman á einhverja góða mynd í kvöld.

Comments are closed.