Umsókn um greiðslumat

Fór í dag og sótti um greiðslumat í bankanum fyrir okkur hjónakornin. Fórum á Aktu Taktu í hádeginu þar sem að það var ólíft heima við vegna viðgerða, maturinn olli miklum vonbrigðum, hamborgarinn því sem næst óætur, og franskarnir ekki eins góðar og áður. Það verður langt þangað til við förum þangað aftur. Var mjög tæpt síðast, og þessi séns sem að þeir fengu fór í ruslið.

Á leiðinni í bankann gaf millihluti pústsins sig endanlega, því fór dágóður tími eftir hádegi í það að redda nýju stykki og svo koma því undir. Pabbi veitti sem oftar mikla hjálp í þessu stússi.

Ég sé að félagi minn í sameiginlegum, nær vonlausum málstað okkar er að draga sig út úr sviðsljósinu (sem að virðist leita hann uppi), hann er að fara að loka síðunni sinni segir hann.

Comments are closed.