Leiðindatík, pólitíkin

Það er svo mikið af efni um ódæði Ísraelsmanna á öllum fréttamiðlum að tenglalistinn myndi fylla marga skjái, læt mér nægja að vísa í frekar saklaust (á þeirra mælikvarða) atvik, þar sem að alþjóðlegur eftirlitsmaður segir frá því sem hann sá. Best að minnast ekkert á þegar að ófrískar konur eru skotnar á leiðinni á sjúkrahús til að eignast þar börn sín, né þegar að eiginmenn þeirra eru myrtir, og önnur voðaverk. Enginn þeirra þingmanna sem ég sendi erindi um daginn hefur látið svo lítið sem að svara þeim skrifum mínum, hvers vegna Ísland fordæmdi ekki þessa ódæðisstefnu.

Einn af þeim mönnum sem ég sendi þann póst á heitir Davíð Oddsson. Samkvæmt þessari frétt var hann loksins núna að gera eitthvað meira en að segja “uss uss” vegna spillingarmálanna í Þjóðmenningarhúsinu. Það tók ekki nema 18 daga fyrir hann að skipta um skoðun eftir að allir fjölmiðlar og almenningur voru búnir að lýsa yfir hneykslun sinni. 7. febrúar sendi hann sumsé smá nótu, en í dag leysti hann viðkomandi frá störfum tímabundið.

Bananalýðveldið Ísland……. há eff. Velkomin.

Comments are closed.