Monthly Archives: December 2004

Uncategorized

Aktu taktu er ógeðslegt!

Í kvöld var stefnan sett á kósíkvöld og ákveðið að kíkja á einhvern matsölustað og í bíó.

Við reyndumst vera á ferðinni á frekar óheppilegum tíma og fengum ekki af okkur að bíða í hálftíma á American Style þannig að við brunuðum í Mjóddina og festum þar kaup á bíómiðum.

Ákváðum að kíkja á Staldrið og grípa bara hamborgara þar. Talsvert liðið síðan maður leit þar inn. Við pöntuðum matinn og sátum svo og lásum í blöðum þar til borgararnir voru bornir á borð.

Fyrsti bitinn kom verulega á óvart, þegar annar og þriðji bitinn staðfestu grunsemdirnar sem höfðu vaknað vorum við snögg að láta frá okkur “matinn” og horfa furðulostin á hvort annað. Hvílíkur viðbjóður! Þetta var einna helst eins og kjötfars blandað beinmulningi!

Við nánari athugun kom í ljós að Staldrið hét ýmist Staldrið eða Aktu taktu! Aktu taktu fór á svarta listann hjá mér fyrir nokkrum mánuðum þegar ég fékk álíka hamborgara þar, ekki bjóst ég við að þeir hefðu náð að breiða úr sér og væru komnir með Staldrið líka.

Ég vil nú helst ekki skaða viðskipti þó mér mislíki eitthvað en þetta var bara einum of ógeðslegur matur til að láta skoðunina ekki í ljós.

Við vorum því ekki ýkja södd þegar við litum í kvikmyndahúsið en fylltum upp í mesta tómarúmið með poppkorni á meðan við horfðum á Bridget Jones leika listir sínar. Þokkalegasta mynd.

Uncategorized

Vinur Dabba fær gjöf frá dómstólunum

Á Ítalíu býr maður sem Davíð Oddsson hefur mikið dálæti á. Hann heitir Silvio Berlusconi og þykir ekki með vandaðri kaupsýslumönnum né réttsýnni stjórnmálamönnum. Hann er valdamesti maður Ítalíu.

Dómstólar á Ítalíu sýknuðu hann fyrir skemmstu af ákæru vegna spillingar.

Það var ekki vegna þess að sekt hans væri ekki sönnuð né afsönnuð. Ó nei, dómstólarnir ákváðu að þó að brotið væri ekki enn fyrnt, að þá ætluðu þeir að hnika til refsirammanum og segja að brotið væri fyrnt þar sem hann væri svo heiðvirður borgari!

Under Italy’s statute of limitations, defendants accused of crimes committed more than 15 years ago are automatically acquitted. Though this alleged offence happened in 1991, judges decided to halve the period covered by the law because Mr Berlusconi has a clean criminal record.

Þarna höfum við það!

Dómstólarnir hunsa lögin og sleppa manninum án réttarhalds. Skítafýlan af þessu nær hingað til Íslands, til allra nema stjórnvalda sem eru löngu búin að missa allt þefskyn vegna eigin niðurgangs.

Uncategorized

IBM Kína

Stórfrétt gærdagsins úr tölvugeiranum var kaup Lenovo Group á einkatölvuhluta IBM.

Allt í einu er kínverskt fyrirtæki orðið einn stærsti framleiðandi einkatölva og IBM dregur sig úr þeim geira.

Uncategorized

Afmæli

Haukur bróðir orðinn 28 ára í dag bara. Hrikalegt þegar litli bróðir er orðinn svona gamall.

Uncategorized

Löggan týnir sprengiefnum í farþegavél

Four days after police planted explosives in a suitcase, nobody knows where they went.

Já, mér finnst þetta nú helvíti tæpt reyndar að opna tösku einhvers farþega og stinga alvöru sprengiefni þar í og treysta svo á að finna það sjálfur.

Þessi farþegi gæti lent í þvílíkum vandræðum ef þetta uppgötvast annar staðar, til dæmis í Ameríku.

Það sem er fáránlegast er auðvitað að gera þetta OG týna þessu svo!

Uncategorized

Spyware? Hvað með það? Eða Castro?

Áhugaverð grein í Wired, Spyware on My Machine? So What?, þar sem greinir frá því að fólk sé farið að vera ónæmt fyrir hættum svona njósnaforrita og sé búið að gefa upp á bátinn einhverja von um friðhelgi einkalífsins á netinu. Ekki alveg nógu gott.

It’s like Castro said: They don’t really like patents. They like medicine. Cuba’s drug pipeline is most interesting for what it lacks: grand-slam moneymakers, cures for baldness or impotence or wrinkles. It’s all cancer therapies, AIDS medications, and vaccines against tropical diseases.

That’s probably why US and European scientists have a soft spot for their Cuban counterparts. Everywhere north of the Florida Keys, once-magical biotech has become just another expression of venture-driven capitalism. Leave it to the Cubans to make it revolutionary again.

Þetta er úr annari áhugaverðri grein á Wired, The Cuban Biotech Revolution, frábært framtak hjá Castro hvað svo sem um hann má segja.

Uncategorized

Skaust

Skaust á Selfoss í dag til að pikka upp konuna. Hún er alltaf að ráfa eitthvað í burtu 😉

Tengill dagsins: Navy Probes New Iraq Photos.

Uncategorized

Lyktarmesti osturinn

Svaðalegir strengir núna eftir þó þessi litlu átök í ræktinni.

Í Bretlandi er annars búið að krýna lyktarmesta ostinn, Winner of the world’s smelliest cheese is not to be sniffed at.

Uncategorized

The mind of Mr Nehru

Gleymdi að minnast á það fyrir tveim vikum eða svo að ég gluggaði í bókina “THE MIND OF MR NEHRU. An Interview with R.K. Karanjia.”

Þarna var semsagt efni margra viðtala við hann skeytt saman í eina litla bók. Spyrillinn var greinilega mikill aðdáandi og spurði oft frekar mikilla já-spurninga en Nehru lét hann nú fá meira en það og það sem hann sagði var margt mjög fróðlegt og gáfulegt.

Það er nú ekki smámál að koma hundruðum milljóna manna á tækniöldina á örfáum áratugum.

Bókin virðist annars vera illfáanleg og ég fann ekki einu einustu síðu um hana nema þar sem hún var auglýst til sölu (fyrir um $8). Kannski maður haldi þessari fyrir safnið.

Uncategorized

Í formið

Umhyggjusamir aðilar ákváðu að draga mig í ræktina í dag. Fyrsta sinn í líklega tvö ár held ég, árskortin hafa hingað til verið afskaplega vannýtt.

En nú er bara að gera alvöru úr þessu og komast í góða þyngd fyrir þrítugt!