Gleymdi að minnast á það fyrir tveim vikum eða svo að ég gluggaði í bókina “THE MIND OF MR NEHRU. An Interview with R.K. Karanjia.”
Þarna var semsagt efni margra viðtala við hann skeytt saman í eina litla bók. Spyrillinn var greinilega mikill aðdáandi og spurði oft frekar mikilla já-spurninga en Nehru lét hann nú fá meira en það og það sem hann sagði var margt mjög fróðlegt og gáfulegt.
Það er nú ekki smámál að koma hundruðum milljóna manna á tækniöldina á örfáum áratugum.
Bókin virðist annars vera illfáanleg og ég fann ekki einu einustu síðu um hana nema þar sem hún var auglýst til sölu (fyrir um $8). Kannski maður haldi þessari fyrir safnið.