Vinur Dabba fær gjöf frá dómstólunum

Á Ítalíu býr maður sem Davíð Oddsson hefur mikið dálæti á. Hann heitir Silvio Berlusconi og þykir ekki með vandaðri kaupsýslumönnum né réttsýnni stjórnmálamönnum. Hann er valdamesti maður Ítalíu.

Dómstólar á Ítalíu sýknuðu hann fyrir skemmstu af ákæru vegna spillingar.

Það var ekki vegna þess að sekt hans væri ekki sönnuð né afsönnuð. Ó nei, dómstólarnir ákváðu að þó að brotið væri ekki enn fyrnt, að þá ætluðu þeir að hnika til refsirammanum og segja að brotið væri fyrnt þar sem hann væri svo heiðvirður borgari!

Under Italy’s statute of limitations, defendants accused of crimes committed more than 15 years ago are automatically acquitted. Though this alleged offence happened in 1991, judges decided to halve the period covered by the law because Mr Berlusconi has a clean criminal record.

Þarna höfum við það!

Dómstólarnir hunsa lögin og sleppa manninum án réttarhalds. Skítafýlan af þessu nær hingað til Íslands, til allra nema stjórnvalda sem eru löngu búin að missa allt þefskyn vegna eigin niðurgangs.

Comments are closed.