Monthly Archives: October 2004

Uncategorized

Slökkt á sjónvarpinu

TV-B-Gone flying off the shelves. Áhugavert! Myndi ekki bjóða í það ef maður mætti með svona á Ölver eða álíka staði á laugardegi.

Heimskupar vikunnar á héraðsdómarinn.

Uncategorized

Máfurinn

Student injured as seagull tries to steal her sandwich

Uncategorized

Ný ADSL tenging

Jæja þá náði maður að smella kallinum og litla bróður á alvöru net. Burt með 56k og inn með ADSL!

Uncategorized

Alþingis-Gunnar reddar Sveitarstjórnar-Gunnari?

Gunnar vill að verkfall kennara verði stöðvað með lagasetningu náist ekki samningur milli þeirra og sveitarfélaganna. (src)

Þarna er Gunnar I. Birgisson, sveitarstjórnarmaður, að nýta sér þá staðreynd að hann, líkt og fáránlega margir aðrir ráðamenn, situr beggja megin borðs. Hann ætlar sumsé að nota Alþingis-Gunnar til að hjálpa Sveitastjórnar-Gunnari.

Er þetta ekki alveg ofboðslega siðlaust hvað stjórnmálamenn sitja margir allra megin borðs? Sveitastjórnir, ríkisstjórnir og Alþingi allt á sama tíma.

Ráðherrar ættu að segja af sér þingmennsku, þingmenn segja sig úr sveitarstjórnum og koll af kolli þannig að þessir aðilar sitji bara einum megin borðs en semji ekki við sjálfa sig. Björn Bjarnason er til dæmis ráðherra, þingmaður og borgarfulltrúi svo helstu embætti séu nefnd af mörgum. Þarna er þrískiptingin ekki að virka þar sem hann er bæði í löggjafarvaldi og framkvæmdavaldi (minnumst ekki á afskipti hans af dómsvaldinu). Þeir eru þó nokkrir aðrir sem svipað er ástatt um.

Þegar að menn eru of uppteknir að vera Alþingismenn til að geta verið bæjarfulltrúar (hvað þá forsetar bæjarstjórna) þá er málið að segja af sér, frekar að þeir geri eitt starf vel en mörg illa.

Tengill dagsins er UK scientists raise spectre of babies with three parents sem mér líst nokkuð vel á. Kirkjan söm við sig þarna.

Uncategorized

Maður vonar

Kerry verður að vinna, það er ekkert flóknara en það.

Fyrsti vetrarsnjórinn lét sjá sig í dag, varði ekki lengi en það var hrollur í manni. BBQ-kjúklingurinn náði að slá á hann.

Uncategorized

Kúrekakollekt

Í dag skruppum við pabbi í Kringluna til að koma kallinum í alvöru samband, ADSL netsamband.

Þegar við gengum þar inn mættum við tveimur hnátum (líklega tvítugar) sem voru með kúrekahatta, pældum ekki mikið í því en þegar við gengum inn í húsnæði símans mættu okkur 3 aðrar stúlkur með kúrekahatta. Þegar aðalmaðurinn mætti á svæðið til að afgreiða okkur gat hann útskýrt að þetta væri vegna einhverrar kollekt auglýsingaherferðar. Hann var sjálfur án kúrekahatts sem og kollegi hans.

Þegar ég leit svo við í Smáralind mætti ég þar tveimur strákum með kúrekahatta og í Símaútibúinu þar voru strákarnir allir með kúrekahatta en stelpurnar ekki. Skondið.

Tenglar dagsins eru á varaliða sem vilja ekki vera sprengjufóður í Írak og ofsóttasta eiginmann Evrópu.

Uncategorized

Ítalskur matur

Anna Kristín bauð okkur í kvöldmat í kvöld í tilefni 25 ára afmælis hennar fyrr í vikunni. Maturinn var með ítölsku sniði en þar sem andúð mín á laukum er landskunn var dregið verulega úr hvítlauksnotkun. Ég hafði það þó af að fá mér eitt og annað sem hafði hvítlaukskeim og gekk það örlítið betur en áður.

Maturinn reyndist hinn besti kostur, pastað heimatilbúið og allt á evrópskan máta.

Allir viðstaddir reyndust mjög viðræðuhæfir og fórum við vítt og breitt þessa fjölmörgu klukkutíma sem við nutum veitinga við matborðið og svo seinna stofunni. Þó stóð kjötiðn og matseld upp úr, margt áhugavert sem maður fékk að vita um kjötiðn, slátrun, vöðva og rotnun!

Mér finnst alltaf jafn áhugavert að fá að heyra hvað annað fólk stundar og tæknilega þætti sem maður veit ekki af en eru daglegt brauð fyrir því.

Uncategorized

Stafræna stelpan

Veit ekki en mér datt bara ein manneskja í hug þegar ég sá þessar myndir.

Uncategorized

Home of the crooks

Eins og þessi frétt ber með sér sem og hið úrelta kosningakerfi, sem og að kjósendur þurfa að gefa upp “flokkshollustu” þegar þeir skrá sig á kjörskrá, þá er kosningakerfi Bandaríkjanna langt frá því að vera réttlátt og til sóma lýðræðisríki.

Uncategorized

Köln – París – Kópavogur

Fórum í kvöld á tónleika í Salnum, nokkur ár síðan ég kom þar síðast.

Tónleikarnir voru fínir og við hittum eitthvað af fólki þarna sem við könnuðumst við.

Játa það fúslega að ég er nokkuð ánægður með Kópavog, bærinn er orðinn mjög svo menningarvænn, íþróttavænn og að mér sýnist, fjölskylduvænn.

Tengill dagsins er á frétt um sextugu konuna sem bjargaði manni undan krókódíl með því að hoppa á hann.