Ítalskur matur

Anna Kristín bauð okkur í kvöldmat í kvöld í tilefni 25 ára afmælis hennar fyrr í vikunni. Maturinn var með ítölsku sniði en þar sem andúð mín á laukum er landskunn var dregið verulega úr hvítlauksnotkun. Ég hafði það þó af að fá mér eitt og annað sem hafði hvítlaukskeim og gekk það örlítið betur en áður.

Maturinn reyndist hinn besti kostur, pastað heimatilbúið og allt á evrópskan máta.

Allir viðstaddir reyndust mjög viðræðuhæfir og fórum við vítt og breitt þessa fjölmörgu klukkutíma sem við nutum veitinga við matborðið og svo seinna stofunni. Þó stóð kjötiðn og matseld upp úr, margt áhugavert sem maður fékk að vita um kjötiðn, slátrun, vöðva og rotnun!

Mér finnst alltaf jafn áhugavert að fá að heyra hvað annað fólk stundar og tæknilega þætti sem maður veit ekki af en eru daglegt brauð fyrir því.

Comments are closed.