Köln – París – Kópavogur

Fórum í kvöld á tónleika í Salnum, nokkur ár síðan ég kom þar síðast.

Tónleikarnir voru fínir og við hittum eitthvað af fólki þarna sem við könnuðumst við.

Játa það fúslega að ég er nokkuð ánægður með Kópavog, bærinn er orðinn mjög svo menningarvænn, íþróttavænn og að mér sýnist, fjölskylduvænn.

Tengill dagsins er á frétt um sextugu konuna sem bjargaði manni undan krókódíl með því að hoppa á hann.

Comments are closed.