Kúrekakollekt

Í dag skruppum við pabbi í Kringluna til að koma kallinum í alvöru samband, ADSL netsamband.

Þegar við gengum þar inn mættum við tveimur hnátum (líklega tvítugar) sem voru með kúrekahatta, pældum ekki mikið í því en þegar við gengum inn í húsnæði símans mættu okkur 3 aðrar stúlkur með kúrekahatta. Þegar aðalmaðurinn mætti á svæðið til að afgreiða okkur gat hann útskýrt að þetta væri vegna einhverrar kollekt auglýsingaherferðar. Hann var sjálfur án kúrekahatts sem og kollegi hans.

Þegar ég leit svo við í Smáralind mætti ég þar tveimur strákum með kúrekahatta og í Símaútibúinu þar voru strákarnir allir með kúrekahatta en stelpurnar ekki. Skondið.

Tenglar dagsins eru á varaliða sem vilja ekki vera sprengjufóður í Írak og ofsóttasta eiginmann Evrópu.

Comments are closed.