Alþingis-Gunnar reddar Sveitarstjórnar-Gunnari?

Gunnar vill að verkfall kennara verði stöðvað með lagasetningu náist ekki samningur milli þeirra og sveitarfélaganna. (src)

Þarna er Gunnar I. Birgisson, sveitarstjórnarmaður, að nýta sér þá staðreynd að hann, líkt og fáránlega margir aðrir ráðamenn, situr beggja megin borðs. Hann ætlar sumsé að nota Alþingis-Gunnar til að hjálpa Sveitastjórnar-Gunnari.

Er þetta ekki alveg ofboðslega siðlaust hvað stjórnmálamenn sitja margir allra megin borðs? Sveitastjórnir, ríkisstjórnir og Alþingi allt á sama tíma.

Ráðherrar ættu að segja af sér þingmennsku, þingmenn segja sig úr sveitarstjórnum og koll af kolli þannig að þessir aðilar sitji bara einum megin borðs en semji ekki við sjálfa sig. Björn Bjarnason er til dæmis ráðherra, þingmaður og borgarfulltrúi svo helstu embætti séu nefnd af mörgum. Þarna er þrískiptingin ekki að virka þar sem hann er bæði í löggjafarvaldi og framkvæmdavaldi (minnumst ekki á afskipti hans af dómsvaldinu). Þeir eru þó nokkrir aðrir sem svipað er ástatt um.

Þegar að menn eru of uppteknir að vera Alþingismenn til að geta verið bæjarfulltrúar (hvað þá forsetar bæjarstjórna) þá er málið að segja af sér, frekar að þeir geri eitt starf vel en mörg illa.

Tengill dagsins er UK scientists raise spectre of babies with three parents sem mér líst nokkuð vel á. Kirkjan söm við sig þarna.

Comments are closed.