Eins og þessi grein bendir á hafa Mikka Mús lögin svokölluðu (sem lengdu þann tíma sem að hugverkaréttindi njóta höfundarréttar í 3 kynslóðir) gert það að verkum að listaverk sem enginn ábyrgðaraðili finnst fyrir er samt ekki hægt að gera aðgengileg almenningi.
Mál sem brennur svolítið á mönnum varðandi til dæmis vefi eins og timarit.is þar sem hægt er að fletta í eldri blöðum.
Það gengur nefnilega oft erfiðlega að finna einhverja sem báru ábyrgð á ýmsum útgáfum eða erfingja þeirra, sem þýðir að fjöldamörg fróðleg rit og annað morknar bara í geymslum en kemst ekki fyrir sjónir alþýðu. Varla nokkuð sem upphaflegir höfundar ætluðu sér.
Þetta á einnig við efni úr hirslum til dæmis Ríkisútvarpsins og -sjónvarpsins.