Varðandi Cat Stevens eða Yusuf Islam eða hvað hann heitir, þá studdi hann þennan sjóð en USA flokkar stuðning við hann sem hryðjuverkastuðning, þó hafa bresk yfirvöld rannsakað það mál og kveðið upp að það sé ekki rétt.
Bandaríkjamenn eru hins vegar tregari en andskotinn í þessu, þeir voru sjálfir gífurlega duglegir við að styðja starfsemi IRA og þykjast því þekkja hvaða sjóðir styðja hryðjuverk. Hræsni.
Þingmenn leggja sig fram þessa dagana um að brjóta stjórnarskrána, nýjasta útspil Framsóknar er ekkert smá vangefið svo maður orði það bara eins og fyrir liggur. Þingmenn eru eingöngu bundnir eigin sannfæringu en það hunsa flestir þingmenn stjórnarflokkanna og segjast vera í liði og þurfa að spila eftir því.
Vilhjálmur Egilsson sagði að hann væri að greiða atkvæði gegn eigin sannfæringu því að hann gerði það sem “liðið” hans ætlaðist til af honum. Dagný Jónsdóttir sagði að hún spilaði með liðinu og gerði eins og fyrirliðinn segði til um. Hvaða erindi svona liðleskjur og allar hinar sem gera hið sama, en játa það ekki frammi fyrir alþjóð, eiga á Alþingi veit ég ekki. Það er víst nóg úrval af já-fólki til þessa dagana.
Mér er spurn, er ekki hægt að lögsækja þingmenn fyrir að kjósa gegn eigin sannfæringu? Stjórnarskrárbrot af hálfu þingmanns er ekki alveg það sem ég myndi segja vera viðunandi, svo ég noti ekki sterkari orð.
Þingmenn skilgreina stjórnarskrána og sín eigin embætti öðruvísi en við hin.
Gleðilega þingsetningu, fólkið sem vantar bein í nefið (en otar því þó í hvers manns kopp) mætir loks til vinnu á morgun.