Fólk í fyrirrúmi

Eins og sjá má af myndunum var gleðskapur gærdagsins fámennur eins og til stóð en ótrúlega góðmennur.

Mér finnst partý yfirleitt skemmtilegust þegar hægt er að ræða saman, því var tónlist sett í bakgrunn þannig að samræður héldust í gangi án þess að grípa þyrfti til aukakrafta fyrir raddbönd og lungu.

Mér fannst þetta takast einstaklega vel og þakka gestum öllum kærlega fyrir komuna!

Við Sigurrós höfðum ekki náð miklum svefni nóttina áður og því orðin frekar þreytt þegar kom að því að kíkja í bæinn. Við afþökkuðum því óskir hinna um að fylgja þeim á áframhaldandi djamm, efumst ekki um að það hefði þó verið ýkja gaman. Það er kannski bara næst 🙂

Í dag var svo kíkt á Selfoss í Sumardagskaffi til tengdó og hún sýndi trakteringar sem sjúkraþjálfarinn mælti með að hún stundaði.

Comments are closed.