Maður bara trúir þessu ekki

Sepp Blatter er magnaður andskoti og andskoti lýsir honum vel!

Ég hef áður minnst á það að hann vill að kvenfólk leiki í þrengri búningum en karlmenn mega það ekki og eru sektaðir fyrir, að auki var hann mikill aðdáandi gullmarksreglunnar sem ein og sér náði að drepa niður fjöldamarga úrslitaleiki.

Það nýjasta er að nú vill karlandskotinn hætta með jafntefli í fótbolta, annað hvort séu sigurvegarar eður ei!

Ætti maðurinn ekki að vera forseti Alþjóða blaksambandsins (þar sem konur spila í þrengri búningum nú en áður og ekki hægt að gera jafntefli) frekar en Alþjóða knattspyrnusambandsins ef honum líkar svona illa við það sem fer fram í knattspyrnu?

Þetta er möppudýr sem hefur náð ótrúlega langt og löngu kominn tími á að stoppa þetta viðrini af!

Já þetta gerði mig pirraðan!

Comments are closed.