Fáninn fær blessun

Haldiði ekki bara að færsla gærdagsins hafi komið fyrir augu írasks kúrda sem býr og vinnur á Íslandi. Samkvæmt henni er nýi fáninn hið besta mál.

Í kvöld var svo garðvinna á dagskránni, ég fékk einnig að hlýða á raunir nágrannans sem er sífellt í veseni með ADSLið sitt hjá Símanum. Ég er alveg 100% að það er eitthvað rugl í símstöðinni hjá þeim fyrir þetta hverfi, þegar við vorum hjá Símnet þá var þetta eintómt vesen og ég rakti vandræðin í netþjóna hjá þeim. Þeir sóru hins vegar af sér alla sök þó svo ég gæti sýnt þeim tæknileg gögn (traceroute meðal annars) og því skiptum við yfir til OgVodafone sem er eins og smurt.

Ætli nágranninn fylgi ekki okkur með það enda fengið eindæma vonda þjónustu þrátt fyrir gífurlega biðlund.

Comments are closed.