Fyrsti dagurinn í nýju vinnunni var fínn, nóg að gera og fjölbreytt verkefni. Gekk svo heim, næstum allt upp í móti og því sæmilegasta hreyfing. Reyndar er lengi búið að velta því fyrir sér að draga hjólið út úr kompunni, þá rennur maður niður brekkuna á morgnana og þjösnast svo upp hana á heimleið.
Tóbaksfíklar í New York barma sér yfir reykleysis-tilskipuninni, þeir eru því farnir að éta tóbak.
“The most important thing you can do for your wine is to serve it at the right temperature. Red wine, for example, should be brought down about 10 degrees below ambient temperature.”
What if you don’t have a personal cellar?
“Just put it in the refrigerator for 20 minutes.”
Svo segir einn fremsti vínþjónn (sommelier) heims… maður verður að kíkja á þetta næst!
Að lokum eru það svo hamingjuóskir til Arnar og hinna sem bjuggu til albankalausnina sem var verið að setja í gang í Danmörku.
Að endalokum eru það svo orð forsætisráðherranna, núverandi og tilvonandi. Þeir ætla að vernda stöðugleikann, sem er frekar undarlegt þar sem 14-20% launahækkun þeirra bendir EKKI til þess að stöðugleiki hafi ríkt hingað til… nema talað sé um stöðugleikann í skattpíningu og aðgerðum gegn tjáningarfrelsi… þar hefur allt setið við sama.