Tvöföld endalok

Í dag lukum við verkefnisvinnunni sem hefur staðið síðan í janúar á þessu ári. 5 mánaða vinna sem lauk með lokakynningunni sem við héldum í dag. 25 mínútna fyrirlestur og því næst 28 mínútur af spurningum, þó nokkrar þeirra komu frá samkeppnisaðila Hugvits, en verkefni okkar var fyrir það.

Hvað Hugvit varðar þá pakkaði ég öllu mínu saman í dag, smellti í poka og kassa og gekk svo um húsið og kvaddi þá með handabandi sem enn voru inni.

Formlega séð hætti ég þar um mánaðamótin síðustu en sökum verkefnisins hef ég verið lengur í húsnæðinu, það er erfitt að losna við mig eins og margir geta borið vitni um 🙂

Þetta var ágætur tími, rúm fimm ár sem voru mikill vaxtartími. Að sjálfsögðu mun maður halda sambandinu við þó nokkra þarna, þetta var góður hópur sem myndaðist. Á morgun er það svo nýr vinnustaður með nýjum tækifærum og nýjum verkefnum.

Comments are closed.