Skýrsluskil

12 skýrslur og geisladiskur var það og í tvíriti að auki. Skiluðum þessu upp úr þrjú í dag, næst er það kynningin sem er á þriðjudaginn upp í skóla.

Glugga oft í New York Times sem er almennt talið besta blað Bandaríkjanna af þarlendum fréttamönnum. Til að lesa það á netinu þarf að skrá sig inn en það er ókeypis fyrir okkur sem erum utan Bandaríkjanna.

Tvær áhugaverðar greinar í því í dag, önnur fjallaði um kvenhetjur í tölvuleikjum og hvort þær styddu við eða ynnu gegn kvenréttindabaráttunni.

Seinni greinin er um eitt mesta áfall sem blaðið hefur orðið fyrir, fréttamaðurinn Jayson Blair samdi sínar fréttir upp úr öðrum blöðum og skáldaði heilan helling upp. 10 síðna grein um þetta.

Í kvöld var svo húsfundur sem var okkar annar og sá fyrsti fyrir nýju nágrannana. Allir voða sáttir og liðlegir.

Comments are closed.