Survivor

Eftir stífar æfingar á kynningunni okkar skaust ég heim og horfði þar á lokaþátt Survivor. Sigurrós var með allt planað og veitingar fyrir okkur og allt var stórglæsilegt. Því miður þurfti ég að halda aftur á æfingar að þættinum loknum, ella hefðu fleiri veitingar ekki lifað kvöldið af.

Sigurvegarinn var frekar klénn að mínu mati, og ekki skil ég hvað allir segja að hún sé sæt greyið. Jæja, ekki mín týpa bara.

Það fyndnasta var hins vegar Jeff Probst sem fór á vatnaketti frá Brasilíu til New York… eða þannig. Ótrúlega klént atriði og auðvitað er aldrei minnst á það að Frelsisstyttan sem þeir eru svo skotnir í er gjöf frá Frökkum… gullfiskaminnið að drepa þá.

Váleg tíðindi úr tölvuheiminum, Microsoft getur ekki unnið Linux með afurðum sínum þannig að næsta málið er að loka á það með lögsóknum sem þeir geta sinnt með því að kaupa Unix-kóða.

Comments are closed.