Monthly Archives: March 2003

Uncategorized

7 og 9 ára drengir handteknir

Las frétt í Mogganum í morgun sem vakti talsverðan óhug hjá mér. Þar var greint frá því að tveir synir Khalid Sheikh Mohammed, sem er talinn háttsettur í al-Qaeda, hefðu verið handteknir í september þegar reynt var að handtaka föður þeirra sem slapp.

Síðan þá hafa drengirnir verið í vörslu pakistanskra yfirvalda en eru nú í haldi CIA sem ætlar að nota þá til að liðka um málbeinið á Mohammed sem náðist nú fyrir nokkrum dögum eftir að uppljóstrari fékk 25 milljónir dollara fyrir að segja til hans.

CIA er auðvitað með langan og ógeðslegan syndaferil á bakinu, jafnast alveg á við verstu úrþvætti eins og KGB, GRU, SS, SA, Mossad og fleiri álíka huldustofnanir og leyniheri.

Þetta er þó alveg með því lægsta sem þeir hafa náð, börn yfirheyrð og notuð sem þumalskrúfa. Andskotans ógeð.

Uncategorized

Sápa? Nóg af sápu!

Mikil gáfumenni hjá CIA. Vara við hugsanlegum “hryðjuverkum” í Írak eftir hertöku Bandaríkjamanna þar. Hefði haldið að þarna hétu þetta frelsishreyfingar eftir hertöku óvinaþjóðar?

Það eru öðruvísi aðferðir í viðskiptalífinu á Nýja-Sjálandi en hér heima til að útkljá deilumál!

Smá sáputenglar fyrir þá sem eru að velta fyrir sér vefþjónustum, SOAP og JAX-RPC.

Uncategorized

Meiri sápa en líka brjóstgóðar flugfreyjur

SOAP stelur öllum mínum tíma. Hrikalega spennandi… eða þannig.

McLaren gerðu góða hluti, hefði átt að horfa á keppnina eða taka upp endursýninguna. Ekki mörg ár síðan að mér leist ekkert á formúluna.

Uncategorized

Sápan

SOAP er samskiptamáti sem notaður er í tölvutækni. Ég og sápan skemmt okkur í dag.

Þeir víla ekkert fyrir sér að búa til bull til að réttlæta árás á Írak, áður var minnst á “vönduðu skýrsluna” sem var í raun 10 ára gömul ritgerð við háskóla, núna er það Some Evidence on Iraq Called Fake.

Uncategorized

EVE

Mikill skóladagur í dag eins og aðra daga þessar vikurnar. Verkefnin, tímarnir og heimadæmin halda manni vel uppteknum.

Náði þó að prufa betuna af EVE í klukkutíma í dag. Virkar flottur, spennandi að fikta meira í þessu. Meira má ekki segja, skrifaði undir rafrænt skjal þessa efnis.

Uncategorized

Nedved og fullt annað

Anna Hugadóttir er búsett í Hollandi um þessar mundir og skrifar fína færslu um muninn á náttúru Íslands og ekki-náttúru Hollands.

Bandaríkin eru sífellt að færast nær 1984, Stóra bróður, Brave New World og Kína Maós.

Mad antipiracy bot sics BSA on OpenOffice FTP site

On being Geek

Congresswoman compares Osama to U.S. founders


Knattspyrnumaðurinn Pavel Nedved hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan að ég sá hann fyrst á EM 1996 í Englandi. Mín fyrsta hugsun var að Sheffield Wednesday (sem þá var í ívið betri málum en nú) ætti að krækja í þennan snilling en ég var sáttur þegar að það reyndist vera Lazio sem að krækti í kappann enda mitt lið á Ítalíu.

Fjárhagsvandræði Lazio þýddu að Nedved var seldur til Juventus (sem var svo sem skárra en að hann færi til Mílan-liðanna eða Roma). Þar var hann lengi í gang en hefur undanfarið verið þriggja manna maki og stundum meira.

Lofsamlega grein um Nedved má finna hér, þar má meðal annars lesa:

“Nedved runs even when he sleeps,” said Juventus coach Marcello Lippi.

“Everyone in Detroit asks me about Del Piero,” Bonini told Gazzetta. “But when I want to teach soccer, I use a tape of Nedved.”

Uncategorized

Vondar fréttir, góðar fréttir og rétt mál

Vondu fréttir dagsins, álverið mun rísa og þar með Kárahnjúkar. Merkilegt að Norsk Hydro ætlaði að gera álver sem uppfyllti ströngustu mengunarreglur en Alcoa ætlar bara að byggja old-school járntjaldsálver án sérstakra mengunarvarna og fær það í gegn án vandræða.

Góðu fréttir dagsins, Uglurnar unnu loksins, ekki gerst síðan í byrjun janúar. Að þessu sinni var þetta líka stórsigur!

Hvernig var það, er úrdráttur ekki þegar maður dregur úr einhverju (tillögu, rakkar einhvern niður) og útdráttur þegar dreginn er út vinningur? Voðalega sjaldan sem talað er um útdrátt og happdrætti í sömu andrá, úrdráttur kemur oftar fyrir. Afskaplega hvimleitt, svipað og þegar og af er ruglað saman í málnotkun.

Þeir sem eru að klóra sér í hausnum yfir tölvupósti sem gengur reglulega um á netinu og spyr um þriðja enska orðið sem endar á -gry ættu að skoða þessa síðu.

Því hún elskaði heiminn svo mikið að hún gaf sjálfa sig… Woman offers Bush crucifixion-for-peace deal

Uncategorized

Ávísanakort?

Þetta fannst mér undarlegt. Í Bandaríkjunum virðist sumsé vera til slatti af fólki sem er ekki með bankareikninga og lifir á reiðufé og ávísunum. Til að koma til móts við það hversu óhentugar ávísanir geta verið (t.d. sátu fyrirtæki uppi með þúsundir launaávísana í september 2001 þegar engar flugsamgöngur voru eftir hryðjuverkin) er búið að búa til nýja tegund korta, nokkurs konar launaávísanakort! Upphæðirnar bera enga vexti en launagreiðendur millifæra beint á þau. Sjálfum finnst mér þetta stórundarlegt, kannski er svona dýrt í Bandaríkjunum að geyma peninga í banka að það borgar sig ekki fyrir láglaunafólk?

Ísraelar eru að slátra Palestínumönnum hægri vinstri þessa dagana, jafnvel Bandaríkjastjórn fór aðeins að ræskja sig. Skrítið að það er alltaf tilgreint sérstaklega þegar konur og börn eru meðal látinna… teljast karlarnir ekki með? Sjálfkrafa ályktað að þeir séu hryðjuverkamenn / frelsishetjur?

Þegar maður heyrir minnst á tölvuöryggi þá dettur manni auðvitað Microsoft strax í hug er það ekki? Ekki út af góðu reyndar. Fyndið að það sé þess vega til “Government Security Program” hjá Microsoft.

Windows krassaði hjá mér í dag þegar ég tók einn stuttan Counter og þegar vélin fór aftur upp benti hún á þetta URL sem er aðeins aðgengilegt með IE. Windows XP er sífellt að verða gáfaðra og stöðugra en er þó enn gallagripur.

Að lokum góður tengill fyrir þá sem hafa gaman að efnafræðinni, Chemical Formula Search.

Uncategorized

Skóli og matarboð

Sérfræðingur á sviði hársköpunar benti mér á að ég ætti ekki að nota vax ef ég er með þykkt hár. Málið er í skoðun (en dollan var andskoti dýr þannig að maður gefur henni smá séns!).

Var afar duglegur í skólanum í dag og reif mig snemma framúr til að kíkja á skólabækur fyrir tímana. Ég byrjaði af krafti í skólanum, datt svo aðeins niður en nú er það lokaspretturinn og markmiðið að taka þetta með stæl, aðeins að hífa meðaleinkunnina upp núna þegar maður er rúmlega hálfnaður.

Stefa kom í mat og tók með sér Rúnar til að sýna okkur. Reyndist vera prýðisnáungi.

Linux does Windows.

Uncategorized

Smá af sumu

Gerði tilraun til þess að nota hárvax í dag, fór varlega í þetta og líklega of varlega, lítil breyting. Vaxið er víst ofurþungt og sterkt enda fátt til ráða þegar að maður er með svona stíft og þykkt hár eins og ofanritaður. Spurning um að hóa í félagana sem hafa fátt annað gert undanfarin ár en að maka vaxi í eigið hár, þeir geta kannski kennt manni þetta.

Einhver lærdómur var í dag, skiladæmin lítil og létt að þessu sinni.

Kom módeminu á Mitac-fartölvu Sigrúnar í gang, það var talsvert moj að finna rétta rekilinn en hafðist að lokum. Greinilega ekki mjög þekkt módemið sem Mitac nota. Fínasta fartölva samt.