Gerði tilraun til þess að nota hárvax í dag, fór varlega í þetta og líklega of varlega, lítil breyting. Vaxið er víst ofurþungt og sterkt enda fátt til ráða þegar að maður er með svona stíft og þykkt hár eins og ofanritaður. Spurning um að hóa í félagana sem hafa fátt annað gert undanfarin ár en að maka vaxi í eigið hár, þeir geta kannski kennt manni þetta.
Einhver lærdómur var í dag, skiladæmin lítil og létt að þessu sinni.
Kom módeminu á Mitac-fartölvu Sigrúnar í gang, það var talsvert moj að finna rétta rekilinn en hafðist að lokum. Greinilega ekki mjög þekkt módemið sem Mitac nota. Fínasta fartölva samt.