Vondu fréttir dagsins, álverið mun rísa og þar með Kárahnjúkar. Merkilegt að Norsk Hydro ætlaði að gera álver sem uppfyllti ströngustu mengunarreglur en Alcoa ætlar bara að byggja old-school járntjaldsálver án sérstakra mengunarvarna og fær það í gegn án vandræða.
Góðu fréttir dagsins, Uglurnar unnu loksins, ekki gerst síðan í byrjun janúar. Að þessu sinni var þetta líka stórsigur!
Hvernig var það, er úrdráttur ekki þegar maður dregur úr einhverju (tillögu, rakkar einhvern niður) og útdráttur þegar dreginn er út vinningur? Voðalega sjaldan sem talað er um útdrátt og happdrætti í sömu andrá, úrdráttur kemur oftar fyrir. Afskaplega hvimleitt, svipað og þegar að og af er ruglað saman í málnotkun.
Þeir sem eru að klóra sér í hausnum yfir tölvupósti sem gengur reglulega um á netinu og spyr um þriðja enska orðið sem endar á -gry ættu að skoða þessa síðu.
Því hún elskaði heiminn svo mikið að hún gaf sjálfa sig… Woman offers Bush crucifixion-for-peace deal