7 og 9 ára drengir handteknir

Las frétt í Mogganum í morgun sem vakti talsverðan óhug hjá mér. Þar var greint frá því að tveir synir Khalid Sheikh Mohammed, sem er talinn háttsettur í al-Qaeda, hefðu verið handteknir í september þegar reynt var að handtaka föður þeirra sem slapp.

Síðan þá hafa drengirnir verið í vörslu pakistanskra yfirvalda en eru nú í haldi CIA sem ætlar að nota þá til að liðka um málbeinið á Mohammed sem náðist nú fyrir nokkrum dögum eftir að uppljóstrari fékk 25 milljónir dollara fyrir að segja til hans.

CIA er auðvitað með langan og ógeðslegan syndaferil á bakinu, jafnast alveg á við verstu úrþvætti eins og KGB, GRU, SS, SA, Mossad og fleiri álíka huldustofnanir og leyniheri.

Þetta er þó alveg með því lægsta sem þeir hafa náð, börn yfirheyrð og notuð sem þumalskrúfa. Andskotans ógeð.

Comments are closed.