Þetta fannst mér undarlegt. Í Bandaríkjunum virðist sumsé vera til slatti af fólki sem er ekki með bankareikninga og lifir á reiðufé og ávísunum. Til að koma til móts við það hversu óhentugar ávísanir geta verið (t.d. sátu fyrirtæki uppi með þúsundir launaávísana í september 2001 þegar engar flugsamgöngur voru eftir hryðjuverkin) er búið að búa til nýja tegund korta, nokkurs konar launaávísanakort! Upphæðirnar bera enga vexti en launagreiðendur millifæra beint á þau. Sjálfum finnst mér þetta stórundarlegt, kannski er svona dýrt í Bandaríkjunum að geyma peninga í banka að það borgar sig ekki fyrir láglaunafólk?
Ísraelar eru að slátra Palestínumönnum hægri vinstri þessa dagana, jafnvel Bandaríkjastjórn fór aðeins að ræskja sig. Skrítið að það er alltaf tilgreint sérstaklega þegar konur og börn eru meðal látinna… teljast karlarnir ekki með? Sjálfkrafa ályktað að þeir séu hryðjuverkamenn / frelsishetjur?
Þegar maður heyrir minnst á tölvuöryggi þá dettur manni auðvitað Microsoft strax í hug er það ekki? Ekki út af góðu reyndar. Fyndið að það sé þess vega til “Government Security Program” hjá Microsoft.
Windows krassaði hjá mér í dag þegar ég tók einn stuttan Counter og þegar vélin fór aftur upp benti hún á þetta URL sem er aðeins aðgengilegt með IE. Windows XP er sífellt að verða gáfaðra og stöðugra en er þó enn gallagripur.
Að lokum góður tengill fyrir þá sem hafa gaman að efnafræðinni, Chemical Formula Search.