Monthly Archives: October 2002

Uncategorized

Núðlur námsmannsins

Eftir morgunógleði (feginn að vera ekki stelpa… þá hefði ég þurft að hugsa um fleira en magakveisu) greip mig fítonkraftur í hádeginu og ég fór út vopnaður laufhrífu og sóp, 5 svartir ruslapokar fullir af laufblöðum voru afraksturinn. Mig grunar að 2 þeirra séu vegna trjáanna í garði nágrannans, öll trén hjá honum orðin kviknakin. Þröstur Þrastarson sýndi verkum mínum mikinn áhuga, hann kom í garðinn til að hægja á sér sýndist mér, í beðið þannig að það var í lagi, og vappaði alveg upp að mér og virtist vera í leik við hrífuna. Hann goggaði í einn orm sem hann fann en skyrpti strax út úr sér, enda ekki mjög mikill stærðarmunur á þeim.

Bjó til nýjan rétt sem ég kalla Núðlur námsmannsins, líklega eru til fleiri með sama nafni en þetta er mín útgáfa. Ég var einn heima, við áttum núðlur en allt kjöt var í frysti. Því greip ég einn tómat, eina ananasdós og eitt konfektepli, bútaði allt niður og henti á pönnu og leyfði að malla þar á meðan að núðlurnar suðu. Léttur málsverður, ódýr og örugglega nokkuð hollur. Dósin hefði reyndar verið heldur seig undir tönn þannig að ég notaði aðeins innihald hennar.

Þingmaðurinn Pete Stark (Demókrati) frá Kaliforníu hittir alla naglana á höfuðið með þessu eina höggi sínu, því miður gekk ályktunin eftir og fátt sem getur stöðvað George W. Bush í að verða valdur að dauða hundruða þúsunda manna og bágari lífskjara heima fyrir og í Miðausturlöndum.

Sumir taka starf sitt öðrum tökum en aðrir, tveir starfsmenn dýragarðs í Þýskalandi átu 5 hænur og 2 kindur sem að börn fengu að klappa.

Ekki get ég sagt að mig langi mjög mikið á Hotel Dieu-sjúkrahúsið í Frakklandi. Pípari fann núna um daginn rotnandi lík í kjallaranum sem var íklætt sjúkrahúsfötum. Rannsókn stendur yfir á því hvort að um hafi verið að ræða sjúkling sem að gleymdist eða útigangsmann sem stal fötunum og kom sér fyrir í kjallaranum. Ónefndur starfsmaður sjúkrahússins segir undir nafnleynd að sjúkrahúsið týni 7-8 sjúklingum ár hvert. Hvernig ætli staðan sé á illa reknu og fjárþurfi sjúkrahúsunum okkar? Æi já… við sendum fólk heim og látum það rotna þar í staðinn fyrir að gera aðgerðir sem eru nauðsynlegar og sjálfsögð mannréttindi!

Franska ríkisstjórnin er núna komin í ham með siðavendnina (les: afskiptasemi af einkalífi fólks), nýjasta útspilið gegn klámi er að leggja 93% skatt á klámmyndir! Mér finnst klámmyndir einstaklega óspennandi en af hverju ætti það að ráða því að aðrir njóti þeirra?

Uncategorized

Kynlíf, klám og Internetið

Af kynlífi er það helst að frétta að sítrónusafi er allra meina vörn, áður fyrr var hann mikið notaður sem getnaðarvörn (hann steindrepur sæðisfrumur) og vísindamenn eru víst að enduruppgötva hann nú þessa dagana en síðustu áratugi hefur ekki verið tekið mark á neinu sem var ekki illa þefjandi og framleitt á tilraunastofum í heimi læknavísinda. Svo virðist sem að sítrónusafinn dugi einnig gegn HIV-veirunni. Þeir sem vilja æstir prófa geta lesið leiðbeiningar í greininni.

Þjóðverjarnir leyfa manni nú að skeina sér á orðum annara, í bókstaflegri merkingu þess orðs. Klo-Verlag framleiðir nú klósettrúllur þar sem er að finna ljóð og sögur eftir þekkta höfunda. Mörgum þykir gott að lesa á klósettinu og þetta leysir það mál. Þeim sem er illa við viðkomandi ritsmíð geta svo notið þess tvöfalt að skeina sér.

Eitthvað er veruleikafirring að naga hana Julie Jules í Ástralíu. Hún er framkvæmdastjóri Internetfyrirtækisins TPG og er búin að hóta einum starfsmanna sinna brottrekstri ef hann hættir ekki að biðjast fyrir í vinnunni. Hann tekur sumsé tvær 5 mínútna pásur í vinnunni á hverjum degi og biður til Allah. Hann líkir þessu við það þegar aðrir starfsmenn taka sígarettuhlé (mig grunar reyndar að það sé MUN meira en 10 mínútur á dag sem þeir taka…) en hefur samt boðist til þess að vinna 10 mínútum lengur ef það settlar hana Julie. Hún er alveg gallhörð kerlingin: “I just can’t have people taking breaks whenever they want. We run a business here.”

Harry Potter hefur verið rakkaður niður í skriftarstólum kristinna manna víða um heim en nú er komin út skýrsla frá CBTI (samtökum kirkjudeilda Bretlands og Írlands) þar sem hvatt er til þess að honum sé hampað.

Ekki vildi ég vera íbúi í Shanghæ þess dagana. Þar er rembingur embættismanna við að vera tekin alvarlega af umheiminum (íslandssyndrome) það mikill að bannað er að fljúga flugdrekum víða (sums staðar vegna háspennulína) og ekki má hengja þvottin út að stórgötum borgarinnar.

Þeim sem vilja fara í geiminn bendi ég á að hægt er að sækja um það í þætti í rússnesku ríkissjónvarpinu 1TV, 16 þáttakendur verða valdir og einn þeirra mun svo fara í vikugeimferð ásamt tveimur atvinnugeimförum.

Önnur frétt af kynlífssviðinu er sú að hægristjórnin í Frakklandi ætlar nú að gerast siðavönd (les: unna öðrum ekki einkalífs) og er nú farin að handtaka vændiskonur og viðskiptavini þeirra.

Eins og við er að búast er ég ekki hættur í kynlífinu, klámiðnaðurinn er nefnilega einn sá tæknivæddasti í heimi og nú eru klámkóngar að vinna að því að búa til raddstýrða gagnvirka ríðingadiska á DVD-formi þar sem hægt er að hrópa hvað eigi að gera og þá taki það gildi (hraðar! hraðar!). Margir hafa sagt að tæknistig Internetsins væri mun lægra ef ekki væri fyrir klámið, ég er raunar efins um það sjálfur.

Talandi um Internetið þá er nú í gangi í Bandaríkjunum alveg brilljant framtak, Internet Bookmobile. Þetta er bíll sem ekur á milli staða og prentar út bækur af vefnum fyrir þá sem þess óska. Þetta er brilljant framtak sem er til að vekja athygli á Mikka Mús-lögunum svonefndu, en stórfyrirtækin reyna nú allt hvað þau geta að láta einkarétt haldast fram í hið óendanlega á ritverkum. Eins gott að Voltaire og félagar voru ekki með svona samsteypu á sínum tíma, þá gætum við verið að borga þrefalt fyrir að lesa verk þeirra.

Smá fótboltafrétt að lokum, flestir muna eftir Pierluigi Collina, sköllótta dómaranum með brjálæðislega svipinn og útstandandi augun. Þessi frétt greinir frá því að hann missti hárið vegna sjúkdóms sem þekktur er sem alopecia areata og talið er að 1% manna þjáist af honum. Mig minnir að einn félagi minn í menntaskóla hafi einmitt verið orðin nær sköllóttur við útskrift. Collina er að taka upp hanskann fyrir þá sem þjást vegna þessa sjúkdóms, aðallega vegna þess hvernig litið er á þá sem eru hárlitlir eða sköllóttir.

Malcolm in the Middle byrjaður aftur, algjör æpandi snilld!

Uncategorized

Græðgi eða að græða

Af hverju halda menn að markaðurinn sé Guð nú til dags? Salon er með ágætis umfjöllun um bók um Enron þar sem þeir minnast á þann kúltúr sem er í gangi meðal margra fjármálamanna. Það er aldrei til neitt sem heitir nóg eða ásættanlegt, það er alltaf stærra og betra, sama í hversu miklum gróða maður er. Andskotinn þó þú eigir tvö smáríki með húð og hár og hafir ekki hugmynd um öll húsin sem þú átt, þú skalt fá meira! Geðveiki. Það er í lagi að græða en græðgi er ekki góð.

Pæla peningamenn ekki í því að þetta heitir samfélag manna, sam-félag… nei.. þeir græða pening í einu samfélagi.. og flytja hann í annað þar sem þeir þurfa ekki að borga. Það er allur samhugurinn sem þeir búa yfir. Þetta heitir í dýraríkinu sníkjudýr.

Man enginn eftir manninum sem seldi eignir sínar í Borgartúninu fyrir ekki löngu síðan og varð skattakóngur með mig minnir 30 milljónir í skatt? Hann sagði sníkjudýrunum sem buðust til að koma þessum milljónum undan í erlenda sjóði að eiga sig, hann borgaði sína skatta og skyldur. Það er alvöru maður, Guðni Helgason rafvirkjameistari.

Áhugavert:

 • Want to teach in the UK? Give us your bank password then
 • Forget Tennis Elbow, What About Rock Star Finger?
 • ‘Frying Squad’ Swoops on Drivers in Fuel Scam
 • Inventor Says No More Tears with Baby-Cry Gadget
 • Frito-Lay Takes Small Bite Out of Potato Chip Bag
 • Koshiba graduated at bottom of class
 • Uncategorized

  Pardusdýrið

  Mazdan mín virðist éta perur eins og brjálað pardusdýr á ávaxtamarkaði. Nýbúið að skipta um perur í framljósunum, aftur, og í dag tók ég eftir því að strax er farið annað framljósið. Er stóri rafgeymirinn minn að steikja perurnar?

  Fundur vegna lokaverkefnis í HR haldinn í dag, við erum fjögur búin að skipa okkur í hóp og erum nú að ákveða verkefnið sjálft með vinnuveitanda okkar, Hugviti.

  Kvöldið svo farið í að horfa á fyrirlestra vikunnar í skólanum, nú er um að gera að halda sér á réttum kili fyrir prófin.

  Áhugavert:

 • Crime-Fighting Super Granny Is a Fraud
 • Iranian Police Arrest 120 Party-Goers
 • Man Claims 14 Wives, 86 Children
 • Kamikaze Instructor Meets War Veterans
 • Uncategorized

  Punktar um hitt og þetta

  Ég minni á að hægt er að breyta útliti vefsíðunnar með litlu kössunum hérna neðarlega til vinstri! Núna er ég með grænt þema í gangi hjá mér. Bleika þemað er í startholunum… það er bleikara en stelpulegasta stelpuherbergi.

  Már kemur með mjög skemmtilegan punkt í dag, svei mér þá ef það eru ekki fleiri Skotar að koma en Falun Gong menn… Davíð hlýtur að vera búinn að gefa fyrirskipanir! Af íslenska landsliðinu er það helst að frétta að það mun líklega tapa komandi landsleik enda er Atli ennþá að læra hvernig á að stjórna liði, honum fannst íslenski sóknarleikurinn þvílíkt afbragð á móti Ungverjum þar sem við töpuðum 2-0. Hann er svipað hæfur í þetta og ég í stól Seðlabankastjóra, reyndar sem maður úr atvinnulífinu ætti ég að vera hæfari í þann stól en forpokaður fræðimaður, svo segir Davíð.

  Ásta benti mér á sniðugt forrit, FreeLang sem er svona orðabókardæmi. Hægt að fá alveg heilan helling af tungumálum, bæta við í orðabókina og það besta er að hægt er að fá þetta á eigin tölvu algjörlega ókeypis. Einnig stórt safn leturgerða til að geta ritað mál sem ekki nota latnesku stafina.

  Gunni benti mér svo á SpeakEasy, vef með ýmsum fróðlegum skrifum úr ýmsum áttum.

  Stefán benti mér svo á skemmtilega stuttmynd sem ég smellti á vefsvæðið mitt svona til að eiga.

  Áhugavert:

 • Ungfrú Ameríka tjáir sig um einelti
 • Man Dies in His Own Booby-Trapped House
 • Needles Blur in Speed Crochet Stitch-Off
 • Uncategorized

  Clinton lenti EKKI!

  Fyndna frétt dagsins er sú stórfrétt að Bill Clinton millilenti ekki á Keflavíkurflugvelli! Hann ætlaði að stoppa í hálftíma og var búinn að redda því að Davíð Oddsson myndi bíða eftir honum á vellinum til að tala við hann í nokkrar mínútur og að minjagripaverslanir yrðu opnar. Það er glæsileg mynd af Íslandi sem að stjórnendur þess gefa, millilending er talin sem hátíðarheimsókn og æðsti ráðamaðurinn er meira en lítið tilbúinn til þess að skjótast á flugvöllinn og taka á móti stórmennum sem sjá ekki ástæðu til þess að einu sinni fara í alvöru heimsókn. Ætli Clinton hafi haft glerperlur með sér til að gefa innfæddum ráðamönnum?

  Smá tölvumál, þessi síða bjargaði geðheilsunni, óþolandi þegar Microsoft eru að reyna að vera hjálplegir og troða drasli á mann sem að maður vill ekki!

  PHPEdit er búið að taka talsverðum framförum, ég er að hugsa um að fara að nota það, maður er orðinn svo háður svona “code browsers” sem leyfa manni að sjá hvaða aðgerðir eru í klösunum sem maður er að skrifa. Maður.

  Áhugavert:

 • Bush’s real goal in Iraq
 • Fannar
 • Uncategorized

  Kósíkvöld, veffiff og fínerí

  Dagurinn í dag farið í ýmiss konar vefmál, til dæmis setti ég loksins á netið þennan litla kassa hér neðarlega til vinstri. 3 litlir kassar innan í einum stærri, með því að smella á þá breytist útlit vefsins. Það er skömm frá því að segja en þetta er búið að liggja á heimavélinni tilbúið til notkunar undanfarið ár og rúmlega það. Lesendur þessarar síðu geta því fengið annað útlit en þetta ef þeir óska þess. Ofurbleika útlitið er líka til en ekki er búið að bæta því við, sumum líst illa á það á meðan að mér finnst það fyndið. Kannski ég verði það mikill galgopi í mér á morgun að ég sleppi því lausu en það er frekar villt.

  Kvöldið svo notað til þess að snæða kryddlegið svínakjöt og franskt rauðvín drukkið með, franskættar franskar kartöflur meðlætið með steikunum. Mjög kósí kvöldið hjá okkur.

  Annars er ég að velta því fyrir mér að fara að setja amböguvefinn í loftið. Það er ekki hægt að lesa neitt á netinu lengur nema að rífa hár sitt vegna skelfilegra birtingarmynda ýmissa orða og máltækja hjá mörgum sem þar skrifa og þó telst ég seint til íslenskufasista.

  Áberandi er röng notkun á “að” og “af”.

  Uncategorized

  Gleði

  Það er nóg af gleði í kringum mig þó að ég poti inn urrandi punktum hérna um idjótaháttinn og aulaskapinn sem maður rekst á dags daglega.

  Gleðifrétt dagsins er sú að í þessum mánuði hefur enginn Íslendingur verið handtekinn fyrir að vera á annari skoðun en ríkisstjórnin!

  Áhugavert:

 • Underage Italian ‘Bonnie and Clyde’ Amass Toy Loot
 • Kiss Lands Iranian Actress and Director in Court
 • Foreign Nurses to Watch UK Soap Opera for Training
 • Outrageous Lawsuits Battle for ‘Grand Caesar’
 • Yacht Rushes Food to French Rower on Atlantic
 • Limp-Eared Rabbit Gives Penthouse the Edge
 • Busboy Admits Stealing Data of U.S. Rich and Famous
 • Britain’s First Cannabis Cafe Owner Jailed
 • Tumor Victim Says Mother Teresa Miracle Saved Her
 • Indiana Teen Saved After Online Suicide Bid
 • Uncategorized

  Frelsið nær að næsta manni

  Það gleður mig að Beta hafi séð að sér og kippt ummælunum niður. Skynsamleg ákvörðun.

  Ég held að fæstir þeir sem skrifa á netið fatti að ærumeiðandi efni er ekki minna ærumeiðandi þó það fari á vefsíðu en í dagblað. Nafnleysi er líka erfiðara að ná á netinu en margir halda. Það eru alltaf einhver staðar til gögn til að grafa nafnleysingjann upp. Internetið er ekki frumskógur þar sem maður étur eða er étinn, allir eiga að vera vinir eins og annars staðar. Það næst reyndar seint… prédikun lokið í bili.

  Framhald: Ekki stóð sælan lengi yfir. Elísabet hefur fengið að vita það að enginn lögfræðingur nenni að standa í málaferlum vegna svona ærumeiðinga, vísir gestir hennar hafa gefið það í skyn. Hún hefur því tekið gleði sína á ný og dælir nú út óhróðri um fleira fólk. Hún ber fyrir sig málfrelsi, ég bendi á að frelsi fylgir ábyrgð. Hún má grafa sína gröf í friði fyrir mér.

  Í dag var próf í hugbúnaðarfræði, það fór svona la-la held ég. Ein spurning úr formúlu sem ég man ekki eftir að hafa séð neins staðar á prenti í lesefninu… fannst prófið að mörgu leyti frekar vafasamt en það bauð upp á skáldmælgi og þar get ég plummað mig.

  Áhugavert:

 • Sex on the Menu for Hungry Britons
 • Life Imitates Art as Russian Nose, Er…Goes
 • Hole-Digger the Perfect Woman for New Zealand
 • Chinese Animals Fly to Kabul Bound for Shabby Zoo
 • Uncategorized

  Beta á Leiti

  Í gær kom ég við í Europris á leiðinni heim úr vinnunni. Stutt að fara þar sem nýja verslunin í Skútuvoginum er bara beint á móti vinnustaðnum. Þar setti ég aðeins þrennt í litlu handkörfuna og fór svo og kom mér fyrir í þokkalega stuttri biðröð. Kona á undan mér með stóra hjólakörfu var þar á undan mér í röðinni. Hún fór að líta í kringum sig og sá mig með körfuna og var svo vingjarnleg að bjóða mér að fara fram fyrir sig í röðinni þar sem ég væri með svo lítið. Ég þakkaði afskaplega vel fyrir og færði mig. Það munaði hana engu upp á tímann en mig eitthvað enda hún með talsvert meira. Það er til hugulsamt fólk á þessu landi, það er bara of hugulsamt til þess að rassskella vitleysingana sem ná kjöri og spandera peningunum okkar í fáránlega hluti.

  Í dag er ég alveg búinn að fá upp í kok af sumu fólki. Af og til lít ég á hvaða sullumbull Elísabet Ólafsdóttir hefur soðið saman, oft hægt að hlæja með henni. Í gær og í dag er hún hinsvegar búin að vera versta Gróa á Leiti sem ég man eftir að hafa séð á skjá eða pappír. Hún birtir samtöl sem jafnast á við verstu gróusögur, ekki eina og ekki tvær heldur bara runur af þeim og bætir um betur í kommentakerfinu sínu. Tveir menn eru nafngreindir og talað um að þeir séu í eiturlyfjum, áreiti aðra karlmenn og fleira og fleira. Svo til að halda áfram fyrst hún er komin í þennan kjaftagír klykkir hún út með því að greina frá því að einhver maður hafi gengið í allar tölvur fyrirtækis hér í bæ til að kjósa sjálfan sig í einhverri kosningu.

  Sjálfum er mér alveg sama hvort að þessir menn sem talað er um eru englar eða níðingar, villuráfandi sauðir eða sjálfsöruggir menn. Mér er nokk sama um hvað þeir gerðu eða eiga að hafa gert. Mér er hins vegar ekki sama um það að manneskja sé að breiða út óhróður um þá á almennum miðli þar sem þeir hafa hvergi verið spurðir sjálfir né geta hönd fyrir höfuð borið.

  Það er til heiti yfir svona dæmi sem að Elísabet (Beta rokk eins og margir þekkja hana) stundar, þetta heitir meiðyrði og ber vott um skítlegt eðli þess sem að útvarpar því svona.