Frelsið nær að næsta manni

Það gleður mig að Beta hafi séð að sér og kippt ummælunum niður. Skynsamleg ákvörðun.

Ég held að fæstir þeir sem skrifa á netið fatti að ærumeiðandi efni er ekki minna ærumeiðandi þó það fari á vefsíðu en í dagblað. Nafnleysi er líka erfiðara að ná á netinu en margir halda. Það eru alltaf einhver staðar til gögn til að grafa nafnleysingjann upp. Internetið er ekki frumskógur þar sem maður étur eða er étinn, allir eiga að vera vinir eins og annars staðar. Það næst reyndar seint… prédikun lokið í bili.

Framhald: Ekki stóð sælan lengi yfir. Elísabet hefur fengið að vita það að enginn lögfræðingur nenni að standa í málaferlum vegna svona ærumeiðinga, vísir gestir hennar hafa gefið það í skyn. Hún hefur því tekið gleði sína á ný og dælir nú út óhróðri um fleira fólk. Hún ber fyrir sig málfrelsi, ég bendi á að frelsi fylgir ábyrgð. Hún má grafa sína gröf í friði fyrir mér.

Í dag var próf í hugbúnaðarfræði, það fór svona la-la held ég. Ein spurning úr formúlu sem ég man ekki eftir að hafa séð neins staðar á prenti í lesefninu… fannst prófið að mörgu leyti frekar vafasamt en það bauð upp á skáldmælgi og þar get ég plummað mig.

Áhugavert:

  • Sex on the Menu for Hungry Britons
  • Life Imitates Art as Russian Nose, Er…Goes
  • Hole-Digger the Perfect Woman for New Zealand
  • Chinese Animals Fly to Kabul Bound for Shabby Zoo
  • Comments are closed.