Græðgi eða að græða

Af hverju halda menn að markaðurinn sé Guð nú til dags? Salon er með ágætis umfjöllun um bók um Enron þar sem þeir minnast á þann kúltúr sem er í gangi meðal margra fjármálamanna. Það er aldrei til neitt sem heitir nóg eða ásættanlegt, það er alltaf stærra og betra, sama í hversu miklum gróða maður er. Andskotinn þó þú eigir tvö smáríki með húð og hár og hafir ekki hugmynd um öll húsin sem þú átt, þú skalt fá meira! Geðveiki. Það er í lagi að græða en græðgi er ekki góð.

Pæla peningamenn ekki í því að þetta heitir samfélag manna, sam-félag… nei.. þeir græða pening í einu samfélagi.. og flytja hann í annað þar sem þeir þurfa ekki að borga. Það er allur samhugurinn sem þeir búa yfir. Þetta heitir í dýraríkinu sníkjudýr.

Man enginn eftir manninum sem seldi eignir sínar í Borgartúninu fyrir ekki löngu síðan og varð skattakóngur með mig minnir 30 milljónir í skatt? Hann sagði sníkjudýrunum sem buðust til að koma þessum milljónum undan í erlenda sjóði að eiga sig, hann borgaði sína skatta og skyldur. Það er alvöru maður, Guðni Helgason rafvirkjameistari.

Áhugavert:

  • Want to teach in the UK? Give us your bank password then
  • Forget Tennis Elbow, What About Rock Star Finger?
  • ‘Frying Squad’ Swoops on Drivers in Fuel Scam
  • Inventor Says No More Tears with Baby-Cry Gadget
  • Frito-Lay Takes Small Bite Out of Potato Chip Bag
  • Koshiba graduated at bottom of class
  • Comments are closed.