Monthly Archives: November 2001

Uncategorized

Þeysireið

Gat ekki setið á mér áðan eftir að hafa lesið að Pétur Marteinsson væri farinn til Stoke, og að hann væri miðjumaður samkvæmt Ananovu. Ég skrifaði Ananovu og benti þeim á að hann væri varnarmaður, og lét undrun mína í ljós hversu oft það henti að þeir og aðrir fréttamiðlar segðu að leikmenn væru eitthvað allt annað en þeir eru. Þetta var bara einu skipti of mikið :p

Kvöldið fór í þeysireið í tölvureddingum, skaust á Selfoss til að netvæða systur Sigurrósar, kom í ljós að aðalsökudólgurinn var sá að @li.is tengingin var ekkert að svara nema line is busy. Svo var reynt að troða gömlum hörðum diski í hjá litla bróður, svo var vél reddað á network og að lokum var skipt um skjá. 4 staðir, 4 hlutir, þar af 3 sem að gengu upp. Fékk rauðvín að launum á Selfossi, ekki slæmt.

Hló að snilldinni hjá mbl.is, frétt þeirra um að “Harry Potter slær met í aðsóknarmetum” var mjög áhugaverð, einkum fyrirsögnin.

Uncategorized

Þar fer .tv

Eyríkið Tuvalu átti réttinn á .tv endingunni í vefslóðum (samanber Ísland með .is). Þeir seldu þann rétt fyrir fleiri milljónir dollara til einhvers fyrirtækis sem að selur svo þeim sem vilja .tv lén á þó nokkra dollara stykkið.

Núna bregður svo við að vegna hækkandi hitastigs í heiminum (er það eðlileg hitasveifla eða alfarið okkur að kenna?) er þetta eyríki (9 eyjar raunar) að sökkva í sæ og nú verður farið að flytja alla 11.000 íbúana til Nýja-Sjálands. Meira um þetta má lesa hjá Guardian Unlimited.

Við getum andað rólega hér á klakanum, hækkun yfirborðs sjávar um meter eða tvo myndi ekki sökkva okkur í sæ, talsvert af Suðurlandi er líklegast í hættu en annars liggur landið sæmilega hátt.

Það er sorglegt að þetta sé að gerast, nú verður áhugavert að heyra hvað Bush segir um þetta, en honum er auðvitað meinilla við að fara að setja þrýsting á sína landsmenn um að minnka mengun, mörg stórfyrirtæki sem eiga hönk upp í bakið á honum eða eru hreinlega nátengd honum.

Uncategorized

Opið eða lokað?

Ætluðum að vera voðalega dugleg í morgun og ég skutlaði Sigurrós í Baðhúsið og hélt svo í World Class. Síðast þegar ég vissi opnaði World Class klukkan 10 á sunnudögum, en nú var allt lokað og slökkt, og ég og konan sem kom þarna á sama tíma vorum mjög undrandi á því.

Til þess að gera mér eitthvað til dundurs þangað til ég ætti að sækja Sigurrós fór ég að rúnta niður Laugarveginn, nokkuð sem ég hef ekki gert í fleiri mánuði. Mál og menning var opin þannig að ég leit þar við og festi kaup á bókinni Psychoshop.

Þegar við vorum svo komin heim fór ég á netið og komst að því mér til undrunar að annarsvegar er Fellsmúlastöðin (sem ég fer í) “opin allan sólarhringinn” og svo hins vegar að hún er “lokuð á sunnudögum”, sem að eru nýjar fréttir fyrir mér. Af reynslu minni að dæma þá hefur seinni síðan rétt fyrir sér, sem gefur að fyrri síðan er með röngum upplýsingum.

Uncategorized

Risaferskjan

Í tilefni af því að ég var að skoða vef Roald Dahl og lesa um hann þar (merkilegur náungi og frábær rithöfundur) þá tókum við teiknimyndina “James and the Giant Peach” sem er gerð eftir sögu Dahls. Annar snillingur setti handbragð sitt á þessa mynd, Tim Burton.

Áhugavert lesefni:

  • Should Exist
  • Uncategorized

    Samband kemst á

    Skaust heim í dag til að tékka á því hvort að samband væri komið á, og jú, svo var.

    Áhugavert lesefni:

  • Football fan causes airport security breach
  • Uncategorized

    Double decker

    Rauðan tveggja-hæða London strætó bar fyrir augu mín þegar ég var að koma úr vinnu, hann var að koma úr áttinni frá höfninni og því líklegast á vegum einhvers skemmtiferðaskips?

    Netið til vandræða hérna heima, það byrjaði í gærkvöldi og var ennþá í gangi í dag. 800 7000 gat bara sagt mér að allir væru farnir heim sem eitthvað gætu gert, og því ráðlegast að hringja á morgun fyrir klukkan fjögur. Ef að það klikkaði myndi sambandsleysið haldast fram yfir helgi, þessi tvö kvöld eru þegar búin að fara illa í mig, hrikalegt að geta ekki tékkað á pósti þó ekki nema einu sinni á kvöldi.

    Við erum áskrifendur að .net í vinnunni, og ég sá að þeir birtu bréfið mitt í December 2001 heftinu þeirra, þar sem ég var að skamma þá fyrir að vera að kenna Half-Life spilurum að vera með strigakjaft. Það sem pirraði mig núna var það að þeir stálu millinafninu mínu, ég veit ekki hver Jóhannes Jensson er, en ég veit að það er ekki ég!

    Uncategorized

    Roald Dahl

    Kláraði í gærkvöldi rétt fyrir svefninn bókina The Collected Short Stories of Roald Dahl (1916-1990), stórt og mikið safn smásagna eftir hann. Maðurinn var auðvitað snillingur og flestar sögurnar eru tær snilld. Hef verið að lesa í þessari bók af og til fyrir svefninn ef að ég hef verið eitthvað andvaka (sem er nokkuð oft raunar).

    Roald Dahl was deemed by his English master to be “quite incapable of marshalling his thoughts on paper”

    Verst að það er ekki hægt að slökkva á fígúrunum á vefnum hans, þær flækjast fyrir þegar maður er að lesa, voða skemmtilegar svona fyrstu skiptin en þegar að gíraffi stendur í vegi fyrir textanum og þegar að fíll og krókódíll eru með óhljóð þegar maður er að hlusta á Dahl tala, þá er þetta minna sniðugt.

    Uncategorized

    Frí frá boltanum

    Var hjá lækninum í dag og röntgenmyndir teknar, ekkert ákveðið sem kom í ljós en talið ráðlegast að hvíla sig í boltanum fram til næsta vors eða svo, og minnka skokkið í World Class, færi mig þá meira í lyftingar og róður og svoleiðis tæki.

    Uncategorized

    Wget og WinAmp

    Náði mér í Winamp 3 (beta) í dag, lítur vel út tæknilega séð og mér er sagt að hann sé mjög XML-baseraður. Reddaði mér líka wget fyrir windows, engin talva ætti að fara á netið án þess (fyrir þá sem ekki vita þá er þetta mjög flott niðurhleðsluforrit, betra en þessir download managerar sem boðið eru uppá).

    Svo á tengdó afmæli í dag, fengum reyndar kökur í gær af því tilefni.

    Áhugavert lesefni:

  • Lipstick plan to beat soccer hooligans
  • Uncategorized

    Letidagur

    Letin alveg að fara með mann, glápt á sjónvarp og fátt fleira gert nema að spila tölvuleiki, svona smá hvíld fyrir heilann áður en vinnuvikan hefst.