Kláraði í gærkvöldi rétt fyrir svefninn bókina The Collected Short Stories of Roald Dahl (1916-1990), stórt og mikið safn smásagna eftir hann. Maðurinn var auðvitað snillingur og flestar sögurnar eru tær snilld. Hef verið að lesa í þessari bók af og til fyrir svefninn ef að ég hef verið eitthvað andvaka (sem er nokkuð oft raunar).
Roald Dahl was deemed by his English master to be “quite incapable of marshalling his thoughts on paper”
Verst að það er ekki hægt að slökkva á fígúrunum á vefnum hans, þær flækjast fyrir þegar maður er að lesa, voða skemmtilegar svona fyrstu skiptin en þegar að gíraffi stendur í vegi fyrir textanum og þegar að fíll og krókódíll eru með óhljóð þegar maður er að hlusta á Dahl tala, þá er þetta minna sniðugt.