Þeysireið

Gat ekki setið á mér áðan eftir að hafa lesið að Pétur Marteinsson væri farinn til Stoke, og að hann væri miðjumaður samkvæmt Ananovu. Ég skrifaði Ananovu og benti þeim á að hann væri varnarmaður, og lét undrun mína í ljós hversu oft það henti að þeir og aðrir fréttamiðlar segðu að leikmenn væru eitthvað allt annað en þeir eru. Þetta var bara einu skipti of mikið :p

Kvöldið fór í þeysireið í tölvureddingum, skaust á Selfoss til að netvæða systur Sigurrósar, kom í ljós að aðalsökudólgurinn var sá að @li.is tengingin var ekkert að svara nema line is busy. Svo var reynt að troða gömlum hörðum diski í hjá litla bróður, svo var vél reddað á network og að lokum var skipt um skjá. 4 staðir, 4 hlutir, þar af 3 sem að gengu upp. Fékk rauðvín að launum á Selfossi, ekki slæmt.

Hló að snilldinni hjá mbl.is, frétt þeirra um að “Harry Potter slær met í aðsóknarmetum” var mjög áhugaverð, einkum fyrirsögnin.

Comments are closed.