Rauðan tveggja-hæða London strætó bar fyrir augu mín þegar ég var að koma úr vinnu, hann var að koma úr áttinni frá höfninni og því líklegast á vegum einhvers skemmtiferðaskips?
Netið til vandræða hérna heima, það byrjaði í gærkvöldi og var ennþá í gangi í dag. 800 7000 gat bara sagt mér að allir væru farnir heim sem eitthvað gætu gert, og því ráðlegast að hringja á morgun fyrir klukkan fjögur. Ef að það klikkaði myndi sambandsleysið haldast fram yfir helgi, þessi tvö kvöld eru þegar búin að fara illa í mig, hrikalegt að geta ekki tékkað á pósti þó ekki nema einu sinni á kvöldi.
Við erum áskrifendur að .net í vinnunni, og ég sá að þeir birtu bréfið mitt í December 2001 heftinu þeirra, þar sem ég var að skamma þá fyrir að vera að kenna Half-Life spilurum að vera með strigakjaft. Það sem pirraði mig núna var það að þeir stálu millinafninu mínu, ég veit ekki hver Jóhannes Jensson er, en ég veit að það er ekki ég!