Eyríkið Tuvalu átti réttinn á .tv endingunni í vefslóðum (samanber Ísland með .is). Þeir seldu þann rétt fyrir fleiri milljónir dollara til einhvers fyrirtækis sem að selur svo þeim sem vilja .tv lén á þó nokkra dollara stykkið.
Núna bregður svo við að vegna hækkandi hitastigs í heiminum (er það eðlileg hitasveifla eða alfarið okkur að kenna?) er þetta eyríki (9 eyjar raunar) að sökkva í sæ og nú verður farið að flytja alla 11.000 íbúana til Nýja-Sjálands. Meira um þetta má lesa hjá Guardian Unlimited.
Við getum andað rólega hér á klakanum, hækkun yfirborðs sjávar um meter eða tvo myndi ekki sökkva okkur í sæ, talsvert af Suðurlandi er líklegast í hættu en annars liggur landið sæmilega hátt.
Það er sorglegt að þetta sé að gerast, nú verður áhugavert að heyra hvað Bush segir um þetta, en honum er auðvitað meinilla við að fara að setja þrýsting á sína landsmenn um að minnka mengun, mörg stórfyrirtæki sem eiga hönk upp í bakið á honum eða eru hreinlega nátengd honum.