Fínn dagur í vinnunni

Gaman þegar að svona gerist, engin vandamál fyrir utan að ein vélin fékk vægt hjartaáfall (réttara sagt netkortið hennar) og er því í smá dái þangað til að ég skipti um netkort.

Skoðaði phpDig betur í dag og verð að segja að þetta lítur virkilega vel út. Prufaði að indexa nokkra vefi, bæði mína eigin og annarra og þetta ætla ég sko að setja upp. Mér líst svo vel á þetta að ég ætla að gera mitt besta til að hjálpa til í þessu verkefni, svo skemmir ekki að þetta er Frakki sem er með þetta, en Frakkland er í mínum góðu bókum (þeir reyndar eru alveg ómögulegir í að skrifa orðin eins og þau eru sögð…).

Comments are closed.