Það er allt í músinni

Spilaði í dag loksins með réttri músarstillingu í Counter-Strike, henni var breytt um daginn þegar að einn vinnufélagi fékk að spila í fjarveru minni. Ég er búinn að vera að spila ömurlega síðustu 2 vikur, og held að aðalástæðan sé þessi stilling, ég var ekki að hitta stóra feita kalla þó að ég stæði ofan á þeim. Var kannski ekki alveg brilljant í dag en gekk mun betur. Byrjaði að skipuleggja næsta LAN í vinnunni, ætlum að hafa það daginn fyrir jólahlaðborðið.

Kláraði Psychostore í kvöld, ágætis lesning en kannski ekki tær snilld.

Áhugavert lesefni:

  • Stop Policeware
  • Comments are closed.