Monthly Archives: October 2001

Uncategorized

Shakespeare & Jones

Horfðum á Draum á Jónsmessunótt á Stöð 2 í gær, Shakespeare alltaf helvíti nettur með orðaleikina sína.

Skruppum á Osmosis Jones í kvöld, þokkaleg og saklaus skemmtun en ekki þess virði að fara á í bíói, eins dýrt og það er orðið. Mæli samt alveg með því að kíkja á hana, ódýrara á myndbandsspólu.

Fróðlegir þessir “Design on Your …” þættir sem eru á Discovery Channel, síðast reyndu þeir Richard Seymour og Dick Powell að betrumbæta brjóstahaldarann sem að er illræmd hönnun, núna voru þeir að reyna að búa til betri klósett, enda eru þau flest illa hönnuð, föst í sama gamla forminu sem að er frekar óheppilegt að mörgu leyti, einkum fyrir karlmenn. Japanir eru þó framarlega í klósetttækninni, tölvustýrð klósett með upphituðum setum og vatnsnuddi. Sorglegt hvað við tökum hluti sjálfsagða, þegar þeir gætu verið mun betri.

Áhugavert lesefni:

  • Bush-feðgarnir eru mjög svo umburðarlyndir, eða þannig
  • Stop this benefit!
  • Uncategorized

    Enski boltinn

    Stöð 2 og Skjár 1 eru núna um helgina að halda upp á annars vegar 15 ára afmæli og hins vegar 2 ára afmæli. Af því tilefni er Stöð 2 órugluð núna og því horfði á á enska boltann í fyrsta sinn í lengri tíma. Leikurinn var ekki slæmur, Man Utd 1-2 Bolton, og var mjög sætt að sjá Man Utd tapa á lokamínútunum. Skondið að sjá David May mættan í vörnina eftir söluna á Stam og meiðsli Johnsen, mig minnir að May hafi verið dýrasti varnarmaður í heimi á sínum tíma. Gaman að sjá Guðna svo eins og herforingja í vörninni, kom sínum mönnum til bjargar þegar þeir lentu í vandræðum og sá um flest allt sem að vítateig kom. Mark Man Utd skrifast pínulítið þó á hann, aukaspyrna dæmd á hann sem að Verón skoraði úr.

    Svo las ég að Peter Schmeichel hefði skorað mark á lokamínútunum, í 2-3 tapi Aston Villa á útivelli gegn Everton, var mikið fagnað af öllum áhorfendum sem þó voru flestir á bandi Everton.

    Ég elska það hvað knattspyrnan getur oft verið upplífgandi.

    Fínt framtak hjá Stöð 2 að reyna að trekkja fólk að, en ég er samt ekki tilbúinn til þess að borga fyrir hana og Sýn til þess að fá enska boltann aftur.

    Uncategorized

    Grim Fandango

    Fyrst að ég var að leita uppi Edith Piaf á mp3 (og fann að auki nokkra aðra eins og Maurice Chevalier) þá ákvað ég að finna Grim Fandango soundtrackið sem að ég gjörsamlega féll fyrir 1998. Ég rakst strax á þessa síðu frá LucasArts og náði í þessi þrjú mp3 sem þar er að finna. Eftir að þær skrár voru búnar að kitla eyrun í smástund hélt ég áfram leitinni tvíefldur, og ekki leið á löngu þar til að þessi síða kætti mig með því að upplýsa mig um það að soundtrackið (það er bara ekki til íslenskt orð yfir þetta er það?) hefði verið gefið út á sér disk.

    Ég brá mér í netverslun LucasArts en komst þar að því mér til mikillar mæðu að þeir sinna bara Bandaríkjunum. Ætla að leysa það mál með því að fá félaga minn í Bandaríkjunum til þess að panta þetta, og senda svo bara á mig. Af hverju eru svona margar verslanir í Bandaríkjunum með “USA only” netverslanir?

    Áhugaverður tengill:

  • Jam Echelon
  • Uncategorized

    12°C

    Ekkert á móti því að það sé yfir frostmarki á veturna, og sól og 12°C í dag, ekki slæmt.

    Kennsla í morgun og lærdómur í kvöld, mennt er máttur.

    Gaman að sjá að IBM er búið að fá einkaleyfi á því sem ég og fleiri höfum verið að vinna í og forrita í fleiri fleiri ár, þessi bandaríska einkaleyfastofa er brandari.

    Uncategorized

    Kennsla

    Byrjaði í dag aftur með námskeiðsþrennuna mína, gekk svo sem ágætlega.

    Áfram heldur Bandaríkjaher að ráðast á alþjóðlegar stofnanir í Afganistan, nú síðast var það vöruhús Rauða Krossins sem var víst kyrfilega merkt honum. Njósnaþjónusta hersins er að gera svo góða hluti eins og oftar.

    Svo er alltaf fróðlegt að sjá hvað Sharon er duglegur að grafa undan Arafat, og nú síðast að kenna honum um allt og gera allt illt verra.

    Uncategorized

    Eins árs

    Í dag er WFF vefurinn okkar eins árs gamall, meira um það má lesa hér.

    Hlustaði á Edith Piaf í vinnunni í dag, algjör snilldartónlist og söngur.

    Tók þetta Star Wars persónuleikapróf og það kom í ljós mér til mikillar undrunar að ég er “Emperor Palpatine”, ég sem er Mr. NiceGuy!

    Svolítið magnað að RIAA vilja að það sé í lögum að þeir séu ekki ábyrgir fyrir tjóni sem þeir valda tölvum þeirra sem þeir telja að séu að dreifa ólöglegu efni, eins og lesa má hér, að auki virðist sem þeir ætli að fara að gera nokkurs konar DDoS árásir á þá sem þeir gruna um græsku, sumsé að nota öll dirty trickin í bókinni og fá jafnframt leyfi stjórnvalda til þess að haga sér eins og verstu bófar. Magnað.

    Áhugavert lesefni:

  • Salvaging Electronic Last Words
  • It’s a weirdo thing: Why I do what I do by Robert Rankin
  • Gillingham FC fan hires plane to protest Web site ban
  • Uncategorized

    Piaf

    Var að leita mér að einhverjum skemmtilegum frönskum mp3-skrám á netinu, svona til þess að hlusta á í vinnunni og stuðla að meiri frönskukunnáttu. Rakst á þessa frábæru síðu, þar sem að hann skiptir franskri dægurtónlist í nokkur tímabil. Að auki er hann með hinn stórskemmtilega leik MasterMind þarna, ókeypis til notkunar og niðurhleðslu, auk annara.

    MP3-væddi líka 2 Edith Piaf diska sem við áttum hérna heima, frönsk MP3-vika framundan hjá mér, það er að segja nema þegar ég er að kenna á námskeiðum niðri í vinnu.

    Áhugavert lesefni:

  • Fulltrúi SÞ segir matvæladreifingu Bandaríkjanna ótrúverðuga
  • Uncategorized

    Sunnudagur

    Salon.com er stundum með svona háðgreinar þar sem skotið er á einkum stjórnvöld, nýjasta háðsgreinin dregur Ísland inn í bandarísk innanlandsmál.

    Búinn að vera að vinna í skoðanakannanamódul fyrir Vefkofann, gengur fínt og mín lausn er mun betri að mínu mati en sú sem phpNuke notar, mín notar akkúrat það pláss sem hún þarf en hin notar alltaf sama pláss óháð fjölda valkosta sem valdir eru.

    Uncategorized

    Svindl

    Skrapp niður í vinnu til að ganga frá tölvunni minni þannig að allt sé í góðu standi á mánudaginn. Notaði tilefnið og tók til á skrifborðinu, skipulagið er fínt á því, neðst í pappírshrúgunum er elsta efnið (síðan í ársbyrjun) og efst er það sem er í notkun núna. Voða fínt hjá mér skrifborðið núna, verst að það er svo mikið sandfok frá landfyllingu sem að Samskip er með þarna fyrir neðan, að það er oft svona svört skán á borðinu.

    Áður en ég fór heim spilaði ég smávegis DoD og TFC (önnur Half-Life mod), og sá alveg glænýtt svindl í TFC. Á Rock2 eru herbergi með lyklum í, einn úr liði andstæðinganna var greinilega með eitthvað svindl í gangi sem gerði honum kleift að komast inn og út úr herberginu án þess að hann sæist. 4 skiptið sem að hann kom að ná í lykilinn vorum við með SG (stór byssa) í lykilherberginu, dispenser fyrir dyrunum og tveir sem horfðum á lykilinn. Þegar að hann kom heyrðist byssan snúast í sekúndubrot, lykillinn hvarf fyrir framan okkur og byssan skaut aldrei. Við skiptum tveir yfir í spectator mode, en það var ekki hægt að elta þennan svindlara. Stórmerkilegt og hundleiðinlegt, alltaf til nóg af hundleiðinlegu fólki.

    Uncategorized

    LAN

    Keyrði fram hjá Laugardalnum í dag, og sá þá að búið var að setja upp hindranir þannig að ekki væri lagt á grasinu eins og gert var í gær. Þetta stöðvaði þó ekki einn jeppaeiganda sem að lagði sínum jeppa við þann enda hindruninnar sem er næst höllinni.

    Héldum LAN í kvöld niður í vinnu. 12 vinnufélagar sem að komum okkur fyrir í einu fundarherbergja okkar og settum upp þetta fína tölvuver með vélunum okkar.

    Leikurinn sem varð fyrir valinu var Counter-Strike, sem að er að verða að uppáhalds Half-Life moddinu mínu. Þetta var mikið fjör, mikið skotið og mikið gantast á. Erum að spöglera í því að gera þetta kannski að mánaðarlegum viðburði.

    Fyrsti snjór vetrarins gerði líka vart við sig í kvöld. Ekki ýkja gaman að því, en svo sem við því að búast.