Enski boltinn

Stöð 2 og Skjár 1 eru núna um helgina að halda upp á annars vegar 15 ára afmæli og hins vegar 2 ára afmæli. Af því tilefni er Stöð 2 órugluð núna og því horfði á á enska boltann í fyrsta sinn í lengri tíma. Leikurinn var ekki slæmur, Man Utd 1-2 Bolton, og var mjög sætt að sjá Man Utd tapa á lokamínútunum. Skondið að sjá David May mættan í vörnina eftir söluna á Stam og meiðsli Johnsen, mig minnir að May hafi verið dýrasti varnarmaður í heimi á sínum tíma. Gaman að sjá Guðna svo eins og herforingja í vörninni, kom sínum mönnum til bjargar þegar þeir lentu í vandræðum og sá um flest allt sem að vítateig kom. Mark Man Utd skrifast pínulítið þó á hann, aukaspyrna dæmd á hann sem að Verón skoraði úr.

Svo las ég að Peter Schmeichel hefði skorað mark á lokamínútunum, í 2-3 tapi Aston Villa á útivelli gegn Everton, var mikið fagnað af öllum áhorfendum sem þó voru flestir á bandi Everton.

Ég elska það hvað knattspyrnan getur oft verið upplífgandi.

Fínt framtak hjá Stöð 2 að reyna að trekkja fólk að, en ég er samt ekki tilbúinn til þess að borga fyrir hana og Sýn til þess að fá enska boltann aftur.

Comments are closed.