LAN

Keyrði fram hjá Laugardalnum í dag, og sá þá að búið var að setja upp hindranir þannig að ekki væri lagt á grasinu eins og gert var í gær. Þetta stöðvaði þó ekki einn jeppaeiganda sem að lagði sínum jeppa við þann enda hindruninnar sem er næst höllinni.

Héldum LAN í kvöld niður í vinnu. 12 vinnufélagar sem að komum okkur fyrir í einu fundarherbergja okkar og settum upp þetta fína tölvuver með vélunum okkar.

Leikurinn sem varð fyrir valinu var Counter-Strike, sem að er að verða að uppáhalds Half-Life moddinu mínu. Þetta var mikið fjör, mikið skotið og mikið gantast á. Erum að spöglera í því að gera þetta kannski að mánaðarlegum viðburði.

Fyrsti snjór vetrarins gerði líka vart við sig í kvöld. Ekki ýkja gaman að því, en svo sem við því að búast.

Comments are closed.