Skrapp niður í vinnu til að ganga frá tölvunni minni þannig að allt sé í góðu standi á mánudaginn. Notaði tilefnið og tók til á skrifborðinu, skipulagið er fínt á því, neðst í pappírshrúgunum er elsta efnið (síðan í ársbyrjun) og efst er það sem er í notkun núna. Voða fínt hjá mér skrifborðið núna, verst að það er svo mikið sandfok frá landfyllingu sem að Samskip er með þarna fyrir neðan, að það er oft svona svört skán á borðinu.
Áður en ég fór heim spilaði ég smávegis DoD og TFC (önnur Half-Life mod), og sá alveg glænýtt svindl í TFC. Á Rock2 eru herbergi með lyklum í, einn úr liði andstæðinganna var greinilega með eitthvað svindl í gangi sem gerði honum kleift að komast inn og út úr herberginu án þess að hann sæist. 4 skiptið sem að hann kom að ná í lykilinn vorum við með SG (stór byssa) í lykilherberginu, dispenser fyrir dyrunum og tveir sem horfðum á lykilinn. Þegar að hann kom heyrðist byssan snúast í sekúndubrot, lykillinn hvarf fyrir framan okkur og byssan skaut aldrei. Við skiptum tveir yfir í spectator mode, en það var ekki hægt að elta þennan svindlara. Stórmerkilegt og hundleiðinlegt, alltaf til nóg af hundleiðinlegu fólki.