Archives
- June 2020
- September 2017
- June 2016
- June 2015
- March 2015
- September 2014
- July 2014
- May 2014
- June 2013
- May 2013
- January 2013
- August 2012
- March 2012
- February 2012
- September 2008
- May 2008
- January 2008
- September 2007
- August 2007
- July 2007
- June 2007
- May 2007
- March 2007
- February 2007
- January 2007
- December 2006
- November 2006
- October 2006
- September 2006
- August 2006
- July 2006
- June 2006
- May 2006
- April 2006
- February 2006
- January 2006
- December 2005
- November 2005
- October 2005
- September 2005
- August 2005
- July 2005
- June 2005
- March 2005
- February 2005
- January 2005
- December 2004
- November 2004
- October 2004
- September 2004
- August 2004
- July 2004
- June 2004
- May 2004
- April 2004
- March 2004
- February 2004
- January 2004
- December 2003
- November 2003
- October 2003
- September 2003
- August 2003
- July 2003
- June 2003
- May 2003
- April 2003
- March 2003
- February 2003
- January 2003
- December 2002
- November 2002
- October 2002
- September 2002
- August 2002
- July 2002
- June 2002
- May 2002
- April 2002
- March 2002
- February 2002
- January 2002
- December 2001
- November 2001
- October 2001
- September 2001
- August 2001
Tenglar
Author Archives: Jóhannes Birgir
Porn Prohibitionists Miss Point
November 27, 2004 – 1:52 pm
Against a Dark Background
November 26, 2004 – 11:48 pm
Búinn að glugga í Against a Dark Background undanfarna daga og kláraði hana í kvöld. Iain M. Banks bók, þokkaleg lesning en ekki eins grípandi og flestar hinar eftir hann.
Annars ákváðum við vinnufélagarnir að skjótast og versla smá jóladót og komum til baka með eina seríu, eitt svona loðið gyllt dæmi og spilandi jólaslaufu! Vakti mikla lukku og væntanlega athygli að þrír karlmenn séu þeir fyrstu sem skreyttu fyrir jólin á þessum mikla kvennavinnustað!
Fullkomin?
November 25, 2004 – 12:50 pm
Eitt sem pirrar mig ósegjanlega er notkunin á orðinu fullkomin í auglýsingum.
Fullkomin tækni? Er þetta hátindur tækninnar? Víravirki í bíl? Ísskápur?
Samkvæmt auglýsingalögum má ekki segja að eitthvað sé “best” nema sé hægt að sanna það. Því er alltaf talað um “betri” og nú virðist tískan vera að segja fullkomið.
Fullkominn blandari! Við þurfum aldrei aftur að finna upp annan blandara!
Dubya
November 24, 2004 – 12:32 pm
Mér finnst þessi lög alveg frábær og hugsa til þess hve heimurinn væri betri ef það sem Bush er látinn segja í þeim væri satt.
Símnetssían er rusl
November 23, 2004 – 5:06 pm
Nýja póstsían hjá Símneti er argasta rusl!
500 póstar í dag á póstlista sökum þess að “móttakandi hafnaði skeytinu” þar sem ekki var búið að “hvítlista” viðkomandi netfang áður.
Ruslpóstur er mikill skelfir internetsins, en það er hins vegar dauðadómur yfir tölvupósti ef maður þarf fyrst að hringja á undan sér áður en maður sendir tölvupóst á einhvern, eins og þetta kerfi gerir ráð fyrir.
Internet Porn: Worse Than Crack?
November 22, 2004 – 12:34 am
Hvað getur maður annað gert en andvarpað þegar maður les svona greinar.
Judith Reisman of the California Protective Parents Association suggested that more study of “erototoxins” could show how pornography is not speech-protected under the First Amendment.
The panelists all agreed that the government should fund health campaigns to educate the public about the dangers of pornography. The campaign should combat the messages of pornography by putting signs on buses saying sex with children is not OK, said Layden.
Þetta er sjúkt fólk sem tengir kynlíf við sifjaspell.
Meiri sannleikur frá kennurum
November 21, 2004 – 1:24 am
Kennarar virðast ætla að kyngja enn einu sinni vondum samningum, þeir eru margir hræddir við gerðardóm sem er sorglegt merki um stöðu þeirra í dag.
Starfsgreinasambandið, ASÍ og hinir hafa unnið sér inn rassskellingu.
Mér finnst fréttaflutningur um kjarasamninginn undanfarið eins og hann sé meiriháttar kjarabót fyrir kennara. Ég sendi því eftirfarandi bréf á nokkrar fréttastofur í dag. Tek það fram að þetta er mín upplifun á stöðunni núna:
Ég vil koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum varðandi nýgerðan kjarasamning kennara.
Launahækkun á tímabilinu er 17.5 -18% að meðaltali fyrir hvern kennara. Miðað við 4% verðbólgu á ári þá hefur almennt verðlag hækkað um 17% sama tíma.
Kjarabætur fyrir kennara er því 0,5-1% á þessum fjórum árum.
Ef verðbólgan fer upp fyrir 4% á tímabilinu þá verða kennara fyrir kaupmáttarskerðingu því að það eru engin rauð strik í samningnum.Eingreiðsla uppá 130 þús. er vegna þess að kennarar hafa verið samningslausir síðan 1.apríl 2004. Þetta eru ekki “stríðsskaðabætur”.
Eingreiðsla uppá 75 þús. 1. júlí 2005 er vegna skerðingu á sumarlaunum sem kennarar verða fyrir 1. júlí. Meðalkennarinn fær því óskert laun þá.
Kennslukyldulækkun á tímabilinu er kerfisbreyting en ekki launahækkun.
100% starf í dag: 28 kennslustundir og önnur störf.
100% starf 1.8.2007: 26 kennslustundir og önnur störf.
Tíminn sem “sparast” fer í aukinn undirbúning og úrvinnslu.
Ef kennari óskar þess að kenna meira en 100% þá flokkast sú vinna sem yfirvinna.
Yfirvinna er ekki kjarabót.Ég er sannfærður að við kennarar hefðum ekki þurft að fara í verkfall til að fá launahækkanir til að halda óbreyttum kaupmætti. Launanefnd sveitarfélaga var líka búin að fallast á í vor að hækka laun yngstu kennarana.
Þessi samningur gefur kennurum 3% meiri launahækkun en miðlunartillaga sáttasemjara. Er það nóg til að 93% kennara skipti um skoðun?
Sigurður Haukur (tilvísun)
Í 47. tölublaði Víkurfrétta er svo að finna grein frá kennara til foreldranna sem vilja gera sig stikkfría og láta kennara ala börnin þeirra upp og eigna þeim óþekkt þeirra í verkfallinu.
Discovery
November 20, 2004 – 1:24 am
Settist fyrir framan sjónvarpið í kvöld (sem er frekar óvenjulegt nema klukkan sé 21:00 á mánudegi) og límdist alveg fyrir framan Discovery Channel.
Ólíkir og magnaðir þættir sem þarna voru.
Einna merkilegust fannst mér þó athugasemd indversks læknis, hann hafði starfað í Indlandi og svo seinna farið til Bretlands. Nú var hann kominn til Savannah í Georgíu og þar fékk hann vikulega jafnmörg fórnarlömb skotsára og hnífsstungna og hann hafði fengið á rúmlega 4 árum í Bretlandi. Stór hluti skotsáranna var vegna slysaskota. Ofbeldiskúltúrinn sem þarna er samhliða auðveldu aðgengi að skotvopnum þýðir bara að lífið er orðið afkaplega hverfult þarna niður frá.
Það fór betur fyrir fimmtuga karlinum sem kom á slysadeildina með hnífsblað fast í hálsinum en leit fyrst út fyrir. Hann hafði verið að rífast við konuna og var að ganga út úr dyrunum þegar hún stökk á eftir honum og stakk steikarhníf aftan í hálsinn þannig að blaðið brotnaði í manninum. Einhvern veginn tókst henni að sleppa við að skera sundur mænutaug þannig að karlanginn endaði ekki lamaður frá hálsi og niður úr.
Mér finnst reyndar magnað hversu langt fólk hleypir þessum myndatökumönnum reyndar, kvöldið endaði á American Casino þar sem við urðum vitni að týpískum vinnustaðamálum þar sem innri valdabarátta kom berlega í ljós. Leiðinlegt til þess að vita að einn skrautlegasti karakterinn sé látinn (sjá dánarorsök hér).
Eru grunnskólar ekki rekstur?
November 19, 2004 – 6:27 pm
Nú barma sveitastjórnir sér sem og þingmenn og segja að nú fari þjóðfélagið í hundana vegna kennaranna. Sveitarfélög segja að rekstrarfé þeirra hverfi en þá er spurningin… er ekki rekstrarféð einmitt til að borga rekstur sveitarfélaga, og er ekki grunnskólinn hluti af rekstri sveitarfélaga?
Minnkar rekstrarfé? Í hvað ætla sveitarfélögin að setja peningana okkar í ef ekki skólana? Sveitarfélögin eiga vissulega bágt en þar líkt og annar staðar þarf að forgangsraða og í mínum huga eru skólarnir þar efstir. Ríkið hefur verið mjög ósveigjanlegt enda getur það bara sett lög á hvað sem er ef viðkomandi spilar ekki eftir þeirra nótum, sveitarfélögin finna verulega fyrir þessu en ríkið sér víst fram á það góða tíð að skattalækkanir eru fjölmargar á dagskrá. Svo segja menn að peningarnir séu ekki til fyrir samneysluna? Sjúkrahús og skólar fjársveltir… hvert fer peningurinn?
Skammist ykkar
November 18, 2004 – 9:06 am
ASÍ á að skammast sín fyrir að hafa tekið höndum saman með ríkisstjórninni og sett þumalskrúfur á kennara sem standa nú frammi fyrir því “vali” að taka samningi sem er að efni til 95% eins og sá sem var felldur með 93% atkvæða eða hafna honum og taka því sem gerðardómur velur samkvæmt loðnum forskriftum og getur því farið enn verr en núverandi tilboð. Starfsgreinasambandið lætur líka urra í sér, vilja að kennarar séu áfram á sama bás og þeir hafi verið og orðið leiðrétting er þeim gjörsamlega framandi.
Einar Oddur á jafnframt að skammast sín fyrir að gefa í skyn að sveitarfélög fari á hausinn við það eitt að greiða kennurum þessi lúsarlaun, í hvern andskotann eru sveitarfélögin að eyða pening í ef ekki menntamálin! Þetta er einföld spurning um forgangsröðun og þar eiga menntamál að vera ofarlega ef ekki bara efst.
Ríkisstjórnin ætti að skammast sín en er búin að skíta svo í skóinn sinn og minn í þessu og öðrum málum að þessi skítlegheit sjást varla á haugnum þeirra og þeir hafa aldrei getað skammast sín. Ekki hafði kjaradómur miklar áhyggjur af verðbólgu þegar laun þingmanna snarhækkuðu degi eftir síðustu kosningar.
Þessi 25% sem talað er um er einstaklega villandi tala, næsta ágúst koma þarna 9% inn í EN LAUN FLESTRA KENNARA HÆKKA EKKI VIÐ ÞAÐ þar sem um er að ræða skólastjórapottana sem flestir kennarar hafa. Þessi 9% “hækkun” verður því varla sjáanleg á radar launagreiðenda, helvíti vel sloppið að segjast vera að hækka um 9% en gera það ekki. Þarna er bara um bókhaldstrikk að ræða, í stað þess að kennarar fái þennan pening sem launapotta þá eru þeir nú fastir í laununum. Það munar engu í umslaginu fyrir þá.
Hvernig þessi 16% hækkun sem eftir stendur reiknast upp í óðaverðbólgu í þjóðfélaginu og 30% kostnaðarauka sveitarfélaga geta bara brellumeistarar í bókhaldi svarað.
Önnur villandi tala er lækkun kennsluskyldu sem furðu margir virðast halda að þýði minni vinnu fyrir kennara! Þarna er bara verið að koma til móts við þá staðreynd að kennarar nota margir frítíma sinn til að vinna ólaunað til að undirbúa eða yfirfara námsefni, þarna er verið að minnka þann tíma sem kennarar eru í sjálfboðavinnu. Það er vissulega til bóta en þýðir sko alls ekki minni vinnu fyrir kennara.
Að gera kennara, sem NÆR ALLIR viðurkenna nú orðið að hafi orðið eftir á í launaþróun, ábyrga fyrir því að ASÍ og aðrir hlaupi nú upp og segi “við viljum fá sömu hækkun þó að við viðurkennum að kennarar hafa orðið eftir á” er hræsni og bölvaður óþverri.
Ég borga skattana mína og útsvarið og ætlast til þess að peningarnir fari í mikilvægustu málin fyrst, heilbrigðis- og menntamál. Allt annað er og á að vera í öðru sæti því að án heilbrigðis og án menntunar þá erum við bara aumingjar.
Þessi samningur frestar bara vandanum, grunnskólakennarar eru enn langt á eftir þeim sem eitt sinn voru þeim samstíga í launum í áþekkum störfum. Næst þegar samningar verða lausir er alveg eins líklegt að kennarar fari aftur í verkfall og reyni að þokast enn lengra í átt að réttlæti. Dóri verður varla forsætisráðherra þá og er því bara að reyna að sleppa billega í þessu eins og öðru.