Against a Dark Background

Búinn að glugga í Against a Dark Background undanfarna daga og kláraði hana í kvöld. Iain M. Banks bók, þokkaleg lesning en ekki eins grípandi og flestar hinar eftir hann.

Annars ákváðum við vinnufélagarnir að skjótast og versla smá jóladót og komum til baka með eina seríu, eitt svona loðið gyllt dæmi og spilandi jólaslaufu! Vakti mikla lukku og væntanlega athygli að þrír karlmenn séu þeir fyrstu sem skreyttu fyrir jólin á þessum mikla kvennavinnustað!

Comments are closed.