Nú barma sveitastjórnir sér sem og þingmenn og segja að nú fari þjóðfélagið í hundana vegna kennaranna. Sveitarfélög segja að rekstrarfé þeirra hverfi en þá er spurningin… er ekki rekstrarféð einmitt til að borga rekstur sveitarfélaga, og er ekki grunnskólinn hluti af rekstri sveitarfélaga?
Minnkar rekstrarfé? Í hvað ætla sveitarfélögin að setja peningana okkar í ef ekki skólana? Sveitarfélögin eiga vissulega bágt en þar líkt og annar staðar þarf að forgangsraða og í mínum huga eru skólarnir þar efstir. Ríkið hefur verið mjög ósveigjanlegt enda getur það bara sett lög á hvað sem er ef viðkomandi spilar ekki eftir þeirra nótum, sveitarfélögin finna verulega fyrir þessu en ríkið sér víst fram á það góða tíð að skattalækkanir eru fjölmargar á dagskrá. Svo segja menn að peningarnir séu ekki til fyrir samneysluna? Sjúkrahús og skólar fjársveltir… hvert fer peningurinn?