Meiri sannleikur frá kennurum

Kennarar virðast ætla að kyngja enn einu sinni vondum samningum, þeir eru margir hræddir við gerðardóm sem er sorglegt merki um stöðu þeirra í dag.

Starfsgreinasambandið, ASÍ og hinir hafa unnið sér inn rassskellingu.

Mér finnst fréttaflutningur um kjarasamninginn undanfarið eins og hann sé meiriháttar kjarabót fyrir kennara. Ég sendi því eftirfarandi bréf á nokkrar fréttastofur í dag. Tek það fram að þetta er mín upplifun á stöðunni núna:

Ég vil koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum varðandi nýgerðan kjarasamning kennara.

Launahækkun á tímabilinu er 17.5 -18% að meðaltali fyrir hvern kennara. Miðað við 4% verðbólgu á ári þá hefur almennt verðlag hækkað um 17% sama tíma.
Kjarabætur fyrir kennara er því 0,5-1% á þessum fjórum árum.
Ef verðbólgan fer upp fyrir 4% á tímabilinu þá verða kennara fyrir kaupmáttarskerðingu því að það eru engin rauð strik í samningnum.

Eingreiðsla uppá 130 þús. er vegna þess að kennarar hafa verið samningslausir síðan 1.apríl 2004. Þetta eru ekki “stríðsskaðabætur”.

Eingreiðsla uppá 75 þús. 1. júlí 2005 er vegna skerðingu á sumarlaunum sem kennarar verða fyrir 1. júlí. Meðalkennarinn fær því óskert laun þá.

Kennslukyldulækkun á tímabilinu er kerfisbreyting en ekki launahækkun.
100% starf í dag: 28 kennslustundir og önnur störf.
100% starf 1.8.2007: 26 kennslustundir og önnur störf.
Tíminn sem “sparast” fer í aukinn undirbúning og úrvinnslu.
Ef kennari óskar þess að kenna meira en 100% þá flokkast sú vinna sem yfirvinna.
Yfirvinna er ekki kjarabót.

Ég er sannfærður að við kennarar hefðum ekki þurft að fara í verkfall til að fá launahækkanir til að halda óbreyttum kaupmætti. Launanefnd sveitarfélaga var líka búin að fallast á í vor að hækka laun yngstu kennarana.

Þessi samningur gefur kennurum 3% meiri launahækkun en miðlunartillaga sáttasemjara. Er það nóg til að 93% kennara skipti um skoðun?

Sigurður Haukur (tilvísun)

Í 47. tölublaði Víkurfrétta er svo að finna grein frá kennara til foreldranna sem vilja gera sig stikkfría og láta kennara ala börnin þeirra upp og eigna þeim óþekkt þeirra í verkfallinu.

Comments are closed.