Brotabrot

MR tapaði í gær. Árið 1994 og 1995 keppti ég í Gettu betur, það hafði verið draumur minn frá barnsaldri að vinna keppnina. Það fór nú ekki svo, hef rakið þessa sögu áður.

Maður sem ætlaði að fremja sjálfsmorð með því að negla sjálfan sig á kross verður líklega ekki ákærður. Hann hringdi í neyðarlínuna þegar hann fattaði að eftir að hafa neglt aðra hendina vantaði hann þá þriðju til að negla hina.

CSI-aðdáendur geta glaðst því enn ein útgáfan er á leiðinni, CSI: New York og mun Gary Sinise vera þar aðal.

Nú eru hægrimenn búnir að fatta að John Kerry ber víst mikla ábyrgð á hryðjuverkunum 11. september. Þeir eru alveg magnaðir í þessu.

Hugbúnaðargerð er ennþá mjög léleg og lang mestur hugbúnaður er hundlélegur. Ekki nýjar fréttir og ekki líklegt að þetta breytist í bráð. Takmarkanir stýrikerfa, forritunarmála og hugbúnaðs annara mun alltaf takmarka hvaða snilld svo sem fólk reynir að koma með.

Comments are closed.