Ég held að það væri hollt fyrir fólk eins og Davíð Guðjónsson sem skrifar greinar þar sem þeir segja að al-Qaeda hafi unnið spænsku kosningarnar að lesa greinar frá alvöru mönnum sem vita um hvað þeir tala. Prófessor Juan Cole rekur hér ítarlega hvílíkt bull þess lags “röksemdafærslur” eru. Eitt lítið dæmi:
There is no evidence at all that the Spanish public desires the new Socialist government to pull back from a counter-insurgency effort against al-Qaeda. The evidence is only that they became convinced that the war on Iraq had detracted from that effort rather than contributing to it. This is not a cowardly conclusion and it is not a victory for al-Qaeda. (src)
Ég mun kjósa gegn Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki í næstu kosningum, ekki vegna þess að ég er hræddur um hryðjuverk hér á landi heldur vegna þess að þeir hafa logið að okkur, neitað að gefa upp þau gögn sem þeir segja hafa farið eftir og að auki gert Ísland að árasaraðila í fyrsta sinn í sögunni.
Þess vegna eiga þeir ekki skilið að fá atkvæði okkar, vegna þeirra eigin gjörða sem eru keimlíkar gjörðum Aznars, Berlusconis, Blairs og Bush.
Annars styðja al-Qaeda menn víst Bush í kosningunum fyrir vestan þar sem að “not possible to find a leader more foolish than you (Bush), who deals with matters by force rather than with wisdom.”
- Fleiri tenglar þessu tengt:
- Skoðanakönnun sýnir auknar óvinsældir Bandaríkjanna um allan heim
- Bush’s war on truth