Hjartans mál

Varðandi Ann Coulter mynd gærdagsins þá talaði ég stuttlega um þessa konu í færslu um daginn en hún er til dæmis klár á því að allir sem lentu í klóm Joseph McCarthy og félaga hafi bara verið helvítis kommúnistar og ekkert flókið með það að gefa út skotleyfi á þá. Að líkja henni við vonda norn í Oz var kannski ósanngjarnt í garð nornarinnar.

Haldin var minningarathöfn um Marc-Vivien Foe í Manchester í gær. Maður klökknar við að lesa greinina og ummæli allra þeirra sem skilja eftir skilaboð.

Grunur leikur á að Foe hafi haft hjartagalla sem heitir HCM á ensku. Minningarsjóður um tvítugan dreng sem lést á svipaðan hátt gerir sitt besta til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Foreldrar hans mæta með sérfræðinga og skoða hundruðir í einu til að athuga hvort að leyndur galli sé til staðar.

Svei mér þá ef að sumir sem maður þekki sýni ekki sum þeirra einkenna sem geta bent til óeðlilegrar hjartastarfsemi… það verður að skoða þessi mál vandlega, það gæti bjargað lífi.

Comments are closed.